Núið og hérið eru eina vitið

Rétt eins og það er ekki andlega hollt að hugleiða of mikið óravíddir himingeimsins (og agnarsmæð jarðarinnar í því sambandi), þannig er heldur ekki andlega heilsusamlegt að íhuga of mikið óravíddir tímans (þ.e. hvað verður um jörðina og mannkynið eftir þúsund ár, eða jafnvel bara nokkrar aldir).

Hér sem endranær er langheillavænlegast að einbeita sér að núinu og hérinu.


Hafið trú á sjálfum yður!

Vitur maður hefur sagt:

"You have taken to the spiritual life because your soul has pushed you into it. And your soul has pushed you into it because it has deemed you ready for it."

Eyðir þessi vitneskja ekki öllum efasemdum þínum um að þú sért fær um að feta hinn andlega stíg?Hvaða frekari hvatningu þarftu en þá að sjálf sál þín telji þig hæfa(n) og reiðubúinn/-na til að ganga þá grýttu en gjöfulu slóð?


Nokkur stutt spakmæli á engilsaxnesku

The only thing that matters in religion and spirituality is direct personal experience and realization and verification. Without this, all the rest is futile and useless. 

The spiritual quest is necessarily an individual and solitary -and even lonely- adventure.

Every step gained on the spiritual path is a permanent gain, and can never be lost.

The heart has ways of knowing which exceed anything the mind can conceive of.

The eye of wisdom sees nothing but unity and harmony and synthesis everywhere it looks - that plus simplicity. Every great truth is wonderfully simple.

Most of the errors of the human mind are due not to some fundamental untruth, but rather to the mind´s taking a too one-sided view of truth.

No religion, no philosophy and no science can ever have a monopoly on truth.

Not in exclusive possession, but in universal acceptance is found the hallmark of truth.

Never take physical events at their face value. They are all merely symbols - and clumsy symbols at that - of some interior conditions which escape our superficial understanding.

Never belief anything unless it tallies with your experience of the world.

All the evil in the affairs of men can be ascribed to one factor: fear.

Focus on the positive, and the negative will wither away of its own accord due to lack of attention (and hence nourishment).

Giving without expecting the least reward is itself the greatest reward for giving.

No being in the universe should ever be judged by the standards of another being. Each is great in his/her/its place.

Never think of yourself as stupid. The level of your intelligence is tailor-made for achieving your mission on the planet. And so is everything else in your life.

You are right where you are supposed to be. If you needed to be somewhere else, you would be somewhere else.

If you cannot express love and service to those in your immediate surroundings, how can you expect to express love and service to the world?

You can only be faithful in large things when you have learned to be faithful in small things.

Is it honest, pure, loving and unselfish? If it is, it comes from God; if it isn´t, it doesn´t come from God.

Are you having reservations about divulging to others what you think is true because you believe it is too simple and obvious to merit mentioning? Remember that what seems obvious to you may not at all be obvious to other people, and may even come to them as something of a revelation . . .

How can you expect to draw closer to God when you give him/her scarcely one single thought in your day-to-day life?

All self-conscious effort is self-defeating. You think profound and beautiful thoughts only when you have no conscious intention to think such thoughts.

Spontaneity is the hallmark of inspiration.

No wordly acclaim or esteem will have the least attraction to you once you realize that you are a child of God. You can´t go any higher than that!

To be ignored by the world matters not a jot to the man who knows that he will never be ignored by God.

The only purpose of religion is to churn out saints. Aside from this, it has no purpose whatsoever.

Could it be that your constant state of discontent, remorse and feeling ´stuck´ stems from the simple fact that the will of your personality is not in tune with the will of your soul?

You are only the custodian of everything you think you´possess´. It all belongs to God, and you get the tremendous privilege and responsibility of tending it for him/her.

Your life is God´s gift to you. What you do with that life is your gift to God.

Life is a journey where the journey itself is as - if not more - important than the destination.

God knows we can rise above the darkest hour of any circumstance.

Morality and ethics are not the final goal, but without them it is impossible to reach the final goal.

You have no right to break a law unless and until you are ready for a higher law.

The only sin a man can commit is to think of himself or others as sinners.

Most people are far better than they give themselves credit for.

If you turn the other cheek although you are strong enough to resist the attack, it is a virtue; if you turn the other cheek because you are too weak to resist, it is a blemish.

Every addiction is a secret longing for God.

All the wisdom which humanity will ever need has been revealed to the world a million times. The only thing missing is for more human beings to live in accordance with that wisdom.

Never take anything for granted - least of all your friends and loved ones. They may be gone tomorrow.

Live each day as if it were your last day on earth - because, who knows: it just might be!

Why fear death? Death is necessary renewal, that´s all.

The central insight of religion is that even at their best, human beings still sense there is something missing.

Mere believing is so futile. If you cannot bring about conscious contact with God, you are in reality an atheist.

The man who thinks the lowest of his highest achievements has reached that humility which is one of the prerequisites for seeing God.

"I want to be a spiritual giant" is a far worse form of egoism than "I want to rule all the world."

Man seeks God, it is true, but it is even more true that God seeks man.

The sunlight of God´s grace is perpetually beating against the windows of your soul, but you have to push aside the curtains to let the light in.

God loves each human being as if it were the only human being in the world.

To doubt that you can manifest divinity some fine day is to doubt the divinity in you.

- And finally, this wondrous and infallible promise: For every step you take towards God, he takes ten steps towards you. Smile


Af óæskileika iðrunar og eftirsjár

Gagnstætt því sem kristindómurinn hefur haldið fram í bráðum tvöþúsund ár þá eru iðrun og eftirsjá engar dyggðir heldur þvert á móti teikn um andlegan sjúkleika.

Eða hvaða gagn eða vit er í því að vola og væla yfir mistökum okkar, yfirsjónum, glötuðum tækifærum eða því að hafa látið glepjast af ´syndum´ eða ´freistingum´ (svo notuð séu tvö algeng orð úr kristinni termínólógíu, hverra merking er nokkuð óljós í huga þess er línur þessar ritar)?

Ef þú fellur á göngu þá eyðirðu engum tíma í að liggja á jörðinni og gráta það að hafa fallið heldur stendur snarlega á fætur aftur og heldur göngunni áfram. Og þetta á við hversu oft sem þú dettur á göngunni.

Og þetta gildir líka á metafórískan hátt: ef þú fellur fyrir ´synd´ eða ´freistingu´ eða gerir mistök ellegar dettur á einhvern annan hátt á lífsgöngunni þá ættirðu ekki að sóa neinum tíma né orku í að berja lóminn yfir því að hafa fallið - þú einfaldlega reisir þig aftur á fætur og heldur áfram að ganga eins og ekkert hafi í skorist.


Orð að ofan

Ég lá uppí rúmi, að verða sturlaður af örvæntingu vegna alls þess mótlætis og allra þeirra þjáninga sem ég hef þurft að þola um ævina.

Og ég heyrði hljóða rödd innra með mér mæla þessi vísdómslegu huggunarorð:

"Þjáningar þínar verða ekki til einskis ef þú getur beislað reiðina og harminn sem þær valda þér, og beint orkunni, sem í tilfinningum þessum birtist, í farveg þrotlausrar viðleitni til að hjálpa því ótalmarga fólki sem þarf að þjást meira en þú munt nokkurn tíma þurfa að þjást."

"Mundu ennfremur að það er aragrúi og aragrúi mannvera í heiminum sem myndu óðar og uppvægar vilja skipta við þig um hlutskipti ef þess væri nokkur kostur."

Og við að heyra þessi spaklegu orð tók ofurlítið að birta til í mínum sálranni.


Smart er sexið

Hægt er að mæla andlegan þroska með ýmsum mælistikum, og ein þeirra er viðhorf okkar til kynlífs.

Andlega háþróuð mannvera lítur ekki lengur á kynlífið sem dýrslega ástríðu sprottna af okkar lægri og óhreinu og óæskilegu náttúru; nei, hún skoðar kynlífið sem fagnaðarríka helgiathöfn þar sem Gyðjan mikla (sköpunarkraftur Móður Jarðar) er blótuð.

Hvernig ætti það annars að vera að athöfn, sem er sjálfur lykillinn að því að viðhalda mannlegri tilvist á plánetunni, sé ljót og saurug og eitthvað sem fólk ætti að skammast sín fyrir og blygðast vegna?

Og svo í lokin er það annar punktur: hefði forsjónin gefið okkur leikföngin ef hún ætlaðist ekki til þess að við lékjum okkur með þau . . . ? Wink


Biðjið, og yður mun hlotnast

(Eftirfarandi boðskapur var lagður mér á hjarta, og þar sem hann gæti örugglega nýst fleirum en mér þá skutla ég honum hér með inná bloggið):

It is high time that spiritual life ceases to be merely an intellectual conviction and becomes a living, practical reality for you.

Why, for instance, do you deprive yourself of the help and guidance which you can get from the unseen worlds? There are scores and scores of angels and other spiritual helpers that are eagerly awaiting for you to request of them whatever aid that is reasonable (i.e. which does not violate spiritual law).

And never imagine that you are distracting the angels from more important and pressing matters by asking them to help you, even with small details of your day-to-day life. The very being of the angels, their very essence (´dharma´ as the Indians would call it) is to aid and serve in any way they can, even down to tending to small and seemingly insignificant everyday matters in the life of you humans.

(But, as you know, the first rule of the spirit is that to obtain help you must ask for it. The angels and other benevolent beings of the invisible domain would never dream of interfering with your life by doing something which you didn´t request from them.)

Of course, there are instances when you must stand alone and unaided, but they are few indeed compared with the instances when help and succour from the subtler planes is very near and available, if you would only ask for it and accept it . . .

One final note: If you are among the many people who cannot relate to the idea of praying to God Him/Herself (since that is is telling the director of the universe how to do His/Her job, and furthermore seeing that He/She ´knows your every need before you ask´ as it is stated somewhere in the Bible), it is surely easier for you to relate to the concept of praying to one of His/Her angels . . .


Aðvörun við hjáguðadýrkun útskýrð og til mergjar krufin

Fyrsta boðorðið: "Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig" er (eins og reyndar öll hin boðorðin) ekki sett Guðs vegna heldur okkar vegna.

Hin dýpri merking boðorðs þessa er: "Ef þú setur eitthvað annað en mig (Guð) í fyrsta sæti í lífi þínu þá endar það fyrr eða seinna með gráti og gnístran tanna."

"Það stafar ekki af því að ég reiðist og refsi þeim sem hafa aðra guði en mig (þ.e. þeim sem setja eitthvað annað en mig í fremsta forgang), heldur er það vegna þess að mannshjartað er þeirrar náttúru að til lengdar er ekkert nógu djúpt og fagurt til að svala þrá þess nema ég, Guðdómurinn hið innra."

(Eins og Ágústínus kirkjufaðir reit: "Hjarta vort er friðlaust uns það hvílist í Guði").

Og fyrir þau sem halda að það að setja Allah í fyrsta sæti í lífinu þýði eilífa meinlætakennda afneitun á öllu nema Allah, þá er hollt að rifja upp hin djúpvitru orð Jesú Krists: "Leitið fyrst Guðsríkis og þess réttlætis, og þá mun allt þetta (þ.e. veraldleg gæði - innsk. höf.) veitast yður að auki."

Með öðrum orðum: við snúum baki við öllu nema Almættinu, aðeins til að öðlast allt það sem við snérum baki við!

Á enskri tungu yrði þessu lýst svona: "you can have your cake and eat it too; in fact, you can have all the cakes in the world! - provided only that you give the maker of the cakes top priority."Wink


Uppörvunarorð þeim sem sjálfa(n) sig hata

Þegar þú hneigist til að gera lítið úr sjálfum/sjálfri þér, og líta svo á að þú sért gagnslaus og einskis virði (svo ekki sé nú talað um ef þér finnst þú vera, að hætti margra kristinna manna, ´vesæll syndari sem eigi ekkert gott skilið´) þá er hollt að rifja upp fyrir sér eftirfarandi vísdómsorð:

´Þú ert miklu meira en mynd þín af sjálfum/sjálfri þér, góð eða slæm: þú ert himnesk vera, djúphugul og falleg.´Smile


Tvo þarf fætur til gangs

Um það atriði hvort eigi að hafa forgang: aspirasjónin upp til guðs eða þjónustan við náungann, eru deildar meiningar.

Á öðrum öfgaendanum eru þeir sem halda því fram að (með orðum Þórbergs Þórðarsonar) ´sönn guðstrú sé að gleyma guði í umönnun fyrir velferð mannkynsins´, en á hinum öfgaendanum eru þeir sem vilja meina að öll viðleitni til að bæta heiminn sé þýðingarlaus hringavitleysa dæmd til að mistakast (og jafnvel líka tálsýn frá éginu klædd í altrúískan búning), og að eina markmið og inntak mannlegs lífs sé að öðlast meðvitað samband við guð.

Sjálfur hallast ég að því að það sé enginn absólútismi í þessum efnum, og raunar lít ég svo á að viðleitnin til að nálgast guð meira og meira á annan bóginn, og viðleitnin til að hjálpa þjáðum heimi á hinn bóginn, séu eins og tveir fætur á mannslíkama: hvorugur getur gengið án hins.

Við megum semsagt ekki vera svo upptekin af guði að við gleymum að þjóna veröldinni, og heldur ekki vera svo upptekin af að þjóna veröldinni að við gleymum guði.

Þessu er best lýst með gamla orðatiltækinu: "Höfuðið í skýjunum en fæturna á jörðinni".

Sífellt meiri kraftur frá guði gerir okkur æ hæfari til að starfa öðrum verum til heilla, og sífellt meira starf öðrum verum til heilla gerir okkur æ hæfari til að taka á móti meiri krafti frá guði.

Þannig lokast hringurinn í dásamlegu jafnvægi og einingu þar sem andstæðurnar reynast eftir alltsaman ekki vera neinar andstæður, heldur aðeins samstyðjandi pólar eins og sama fyrirbrigðisins.

Og þannig er farið með allar svokallað ´andstæður´ í heimi hér : þær eru (svo endurtekin sé líkingin hér að ofan) sem tvær fætur á mannsskrokki þar sem annar kæmist aldrei fet án hins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband