Do what thou wilt

It does not at all matter very much what you do in life, as long as you do it sincerely, enthusiastically and whole-heartedly, without a tinge of guilt or remorse or the feeling that you really ´ought´ to be doing something else (always provided, of course, that what you do inflicts no harm upon yourself nor upon other beings).

It´s the lack of sincerity, enthusiasm and whole-heartedness which more than anything bungles up what we attempt to do and renders our lives otiose and ineffectual.

If you cannot bring the aforementioned three qualities to bear on what you do, it would be far better to leave it alone and instead do something which you feel truly passionate about.

It may sound preposterous to you, dear reader, but the Universe will actually reward you for being yourself and doing only those things that verily inspire you and arouse your interest.


Þversagnir, þversagnir . . .

Öll dýpri trúarbrögð kenna að guðsríkið sé innra með okkur, hafi alltaf verið það og muni alltaf vera það, alveg sama hvað við aðhöfumst eða aðhöfumst ekki í jarðlífinu.

En langflest erum við ekki meðvituð um guðríkið, og því hefjum við (eða amk. sum okkar) að leita þess.

EN sú leit á sér stað í tíma, og guðsríkið er í eðli sínu tímalaust.

Við erum semsagt að leita í veröld tímans að því sem transenderar veröld tímans!

Og auk þess bætist við sá ruglingsvaldur að við erum að reyna að finna nokkuð sem þarf alls ekki að finna, þar sem það hefur aldrei verið týnt!

Þversagnarhnútar þessir eru ekki auðleystir.

Það er því lítil furða þótt ýmsar andlega þenkjandi manneskjur skuli snúa baki við allri meðvitaðri spiritúelli aspirasjón, í sannfæringu þess að uppljómunin sé undir hendingu einni komin (eða þá ófyrirsjáanlegri náð guðdómsins), en ekki á nokkurn hátt undir vilja eða viðleitni mannsins . . .


Hvað er jóga?

Bókstaflega þýðir Sanskrítarorðið ´jóga´ ´sameining´.

En þá vaknar eðlilega spurningin: sameining hvers við hvað?

Og ætla ég hér í örstuttu máli að útskýra það.

Hvert og eitt okkar er samsett úr ótal mismunandi þáttum, og nægir hér að nefna þá þrjá sem eru okkur kunnuglegir úr daglegu lífi: huga, tilfinningalíf og líkama (þættirnir eru reyndar miklu fleiri, en of langt og flókið mál væri að rekja það alltsaman í þessari örskömmu bloggfærslu).

Allir hafa þessir þættir sinn sjálfstæða vilja, sem oftar en ekki er á skjön við vilja allra hinna þáttanna.

Og eru þeir árekstrar orsök mestallrar ógæfu og ófarsældar okkar mannannna.

Markmiðið með jóga er að koma skikki á alla þessa þætti, binda enda á erjur þeirra og sameina þá í hlýðni og hollustu við hið guðdómlega innra með okkur.

Og með slíku jóga (=sameiningu) sköpum við himnaríki á jörðu - ein manneskja í einu.

Fræg eru þau ummæli hins mikla andlega meistara Sri Aurobindos að jóga væri ekkert nema hagnýt sálfræði, og er óefað að jóga geta allar manneskjur stundað, sama hvaða afstöðu þær hafa í trúar- og lífsviðhorfsmálum, rétt eins og allir geta notið góðs af tækniþekkingu óháð því hver þeirra persónulega lífsfílósófía er. Opinn og fordómalaus hugur er allt sem til þarf til að gerast jógi.

En hvað viðvíkur leiðbeiningum og ábendingum um hvernig skal farið að jógaástundun af því tagi sem hér hefur verið ýjað mjög stuttlega að get ég ekki gert betur en að benda lesendum á ritverk Sri Aurobindos, og væri líklega heppilegast að byrja á bókinni "The Integral Yoga" eða ritinu "Our Many Selves : Practical Yogic Psychology".

Namaste, kæri lesandi!


Have faith in the world!

(Eftirfarandi boðskap lagði Taóið mér á hjarta, og er honum beint til þeirra sem málið kann að varða):

I would be beneficial for you, dear children, to cultivate a sound and sane sense of proportions regarding the state of the world.

This is especially appropriate for those of you who are prone to fits of despair because of the horrid and unjust mess you sense the world to be in.

Certainly, there are many horrible and ugly things in the world, but I would point out that there are also in it many, many things of exceeding beauty and loveliness.

And it is probably and auspiciously true that the sum total of human goodness and happiness is greater than the sum total of human evil and misery (*one argument I would advance in favour of this proposition is that we notice the bad things in the world more than the good things, because the former stick out more than the latter - and they stick out because they are abnormal, not in tune with the usual and predominantly benevolent scheme of things, which scheme does not ordinarily attract our attention precisely because of its ordinariness. To put the whole matter succinctly and bluntly: we don´t pay no mind to it until and unless it goes bust).

That is not, of course, to condone or overlook the evil and the misery on this planet, but it does give one much more hope and faith in the human race than if one believed the reverse to be the case, i.e. that evil and misery were the rule rather than the exception.


Illt er hefð að hnika

Ég fer ekki dult með það að persónulega er mér ókleift að játa kristna trú.

Ástæðan er einfaldlega sú að mér þykir kristindómurinn að mörgu leyti vera of krúdur, kreddufastur og hjátrúarfullur, í það minnsta eins og hann er boðaður af nánast öllum kirkjum og söfnuðum þessarar jarðar. Og væri allt of langt mál að fara út í það atriði í þessari örstuttu bloggfærslu.

En þrátt fyrir þetta er eitt sem ég reyni að forðast í lengstu lög, og það er að ergja mig yfir því hve margt fólk annað leitar á náðir kristninnar.

Mannkynssagan sýnir að á öllum öldum sækir allur þorri trúhneigðs fólks í hver þau trúarbrögð sem ríkjandi eru í samfélagi þess og samtíð - og skiptir þá fjarskalitlu máli hvaða trúarbrögð það eru.

Þetta þýðir að ef t.d. vúdu-trú væri hin etableraða religjón Íslands í stað kristindóms þá myndu allir (eða amk. velflestir) þessir ágætu Frónverjar sem nú játa kristni efalítið vera á kafi í andsetningaritúölum, hænsnafórnum og öðru sem vúdú-trúnni tilheyrir, í stað þess að fletta í Biblíunni og biðja til Jesú.

Og við þetta er ekkert sérstakt að athuga - þetta er eðlilegt og óhjákvæmlegt, amk. meðan mannkynið er enn á því þroskastigi að langflestar manneskjur skortir bæði hæfileikann og viljann til að hugsa sjálfstætt og ´út fyrir rammann´, þ.e. út fyrir það sem helst tíðkast og mest ber á og hæst er hampað í þjóðfélagi þess og samtíma.


Rifrildi ellegar reynsla?

Hugurinn getur fært endalaus rök bæði með og á móti tilvist Guðs.

En hvers virði eru slíkar rökþrætur?

Að mínu viti eru þær einskis virði. Það eina sem gildir er bein persónuleg reynsla af þessu fyrirbrigði sem trúarbrögðin kalla ´Guð´ (og sum trúarbrögð reyndar eitthvað allt annað, svo sem ´uppljómun´ eða ´self-realization´).

(Og með beinni persónulegri reynslu er átt við beina og persónulega reynslu hverrar manneskju fyrir sig. Upplifun annars fólks af Guði kemur mér að engu gagni - nema að svo miklu leyti sem það getur hjálpað mér að öðlast það sama og það hefur öðlast).

Ef við fléttum trúarbrögðunum inn í vangaveltur þessar þá er það mitt mat að eina réttmæta hlutverk trúarbragðanna sé að leiða fólk á vit uppljómunar eða Guðskynjunar eða hvað sem menn kjósa að kalla það.

En þessu hlutverki sínu hafa trúarbrögðin brugðist svo sorglega oft. Það er allt of algengt að trúarbrögðin snúist um að hampa og vegsama það sem með raun réttri á aðeins að vera leiðir að takmarkinu, en gleyma takmarkinu sjálfu.

Þessu má líkja við bátsferð yfir fljót, þar sem fljótið táknar heiminn með öllum sínum sorgum og freistingum osfrv. en bakkinn hinum megin fljótsins táknar uppljómun (eða Guðskynjun, ef fólk kýs heldur það hugtak).

Skynsöm manneskja sest í bátinn, rær yfir fljótið og þegar að bakkanum hinum megin er komið fer hún úr bátnum og skilur hann eftir handa næsta manni.

Það sem trúarbrögðin hins vegar gera (amk. allt of oft) er að reisa himinháan stall, hefja bátinn upp á stallinn og tilbiðja svo bátinn - og heimta í þokkabót að öll heimsbyggðin tigni bátinn á sama hátt og þau sjálf!

Og hvað áhrærir rökþrefið um tilvist ellegar eitilvist Guðs (sem tæpt var á í byrjun þessara hugleiðinga) þá má einnig nota ofangreinda líkingu um bátinn og fljótið: að karpa um það hvort uppljómun / Guðskynjun sé möguleg er eins og að standa á árbakkanum og deila um hvort nokkuð sé hinum megin árinnar eða hvort áin sé í raun úthaf með engan bakka hinum megin - í stað þess að setjast undir árar og kanna málið af eigin reynd.


Andstæður eru samstæður

Allt þetta tal kristindómsins og flestra annarra meiriháttar trúarbragða um ´sigur´ ljóssins yfir myrkrinu og lífsins yfir dauðanum, auk endalausra líkinga þar sem sigur dags yfir nóttu og sumars yfir vetri táknar sigur hins guðlega yfir hinu óguðlega - allt er þetta tómt þrugl í mínum eyrum.

Það væri allt eins hægt að tala um sigur hins kvenlega yfir hinu karllega, eða austuráttar yfir vesturátt, eða hins hvíta yfir hinu svarta, eða hljóðsins yfir þögninni, eða hita yfir kulda (ellegar öfugt) - og ótal margt annað mætti tilgreina.

Aldrei verður of oft hamrað á þeirri staðreynd að öll svokölluð ´andstæðupör´ eru í raun samstæðir og jafngildir pólar eins og sama fyrirbærisins - og geta alls ekki án hvor annars verið.

Ljós án myrkurs eða myrkur án ljóss, líf án dauða eða dauði án lífs, hiti án kulda eða kuldi án hita, dagur án nætur eða nótt án dags, hið kvenlega án hins karllega eða hið karllega án hins kvenlega osfrv. osfrv. - allt er þetta óhugsandi með öllu.

Þessar línur skrifa ég vegna þess að ég álít það hættulega og heimskulega fanatík að ákveða sem svo að annar póllinn í einhverju andstæðuparinu sé ´góður´ en hinn ´illur´, og verja svo ómældum tíma í að efla hinn fyrrnefnda og berjast gegn hinum síðarnefnda (eins og trúarbrögðin sérstaklega hafa svo oft gert sig sek um og gera enn).


Leyndardómur mannlegrar hamingju

(Eftirfarandi orð eru höfð eftir spekingi ónefndum):

The whole secret of human happiness lies in ´otherness´ : i.e. in forgetting oneself in such things as caring for others or enjoying great art or receiving the divine ecstacy (to name three prominent examples).

Remember: Where there is self there is no happiness. Where there is happiness there is no self.


Það sem ég tel að hafi gerst í dag (2. maí) . . .

Terroristagrýlan var tekin að afdankast, og því var morðið á Osama Bin Laden sett á svið til að hleypa nýju lífi í hana (þ.e. með því að magna upp hræðslu fólks við ´hefndaraðgerðir´ fylgismanna Bin Ladens).

Og allt í því skyni að tryggja að ´the military/industrial complex´ mokgræði áfram á styrjöldunum við ´hermdarverkamennina´ í Afghanistan og Írak, og aukinheldur veita stjórnvöldum í BNA (bæði strengjabrúðunum fyrir framan tjöldin og brúðumeisturunum fyrir aftan þau) endurnýjaða afsökun til að þrengja ennfrekar að frelsi almennings þar í landi, undir yfirskyni ´herts eftirlits með hugsanlegum hryðjuverkamönnum´.

Ekki gleypa við gagnrýnislausri froðunni úr fjölmiðlunum - verið frjáls í anda og kynnið ykkur saurugan sannleikann um hvernig kaupin gerast á eyrinni í heimi þessum!

 


Hver er afstaða mín til trúarbragðanna?

Svarið við spurningunni í fyrirsögninni á bloggfærslu þessari er í sem allra stystu máli þessi:

Ég hreinlega get ekki búrað anda minn inn í fangelsi einhverra ákveðinna trúarbragða.

Allt mitt eðli æpir gegn því.

Ég hef prófað hið gagnstæða. Ég hef munstrað mig við trúarbrögðin í kollinum. Ég hef reynt að ímynda mér hvernig það væri að vera kristinn, eða að vera múslimi, eða að vera fylgismaður Hare Krishna - hreyfingarinnar, og ýmislegt fleira.

Og það er skemmst frá því að segja að ég hef hrokkið frá þessu öllu í huganum. Mér hefur fundist það vera regla að í ranni trúarbragðanna sé of lágt til lofts og of þröngt til veggja.

Mín einu trúarbrögð eru trúin á æðri mátt og hans óendanlega kærleika - semsagt: hinn eimaða kjarna allra trúarbragða, sem tilheyrir engum þeirra öðrum fremur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband