Lífið er harmleikur

Hvað er jarðlífið?

Örfáar sælustundir á stangli, og restin ömurleg þjáning.

Hver kann að telja allar þær raunir sem þjaka okkur mannfólkið?

Og jafnvel þótt svo fáránlega ólíklega vildi til að einhver manneskjan þyrfti ekki að þjást af neinum persónulegum hremmingum í lífinu, þá myndi hún samt (ef hún er ekki blind og heyrnarlaus) þurfa að þjást vegna vitundarinnar um þjáningar mannkynsins: fátæktina, hungrið, ofbeldið, styrjaldirnar, sjúkdómana osfrv. osfrv.

Næst þegar þið eruð glöð skuluð þið leiða hugann til dæmis að öllu því fólki í heiminum sem er bundið við hjólastól alla sína tíð, og er jafnvel mikið andlega þroskahamlað að auki.

Sjáið til hversu glöð þið verðið þá!

Þýska skáldið Göthe sagði í elli sinni að á öllum sínum æviárum hefði hann varla upplifað fjórar vikur samanlagt af hamingju og gleði.

Þótt ég sé ekki nema þrjátíuogtveggja ára gamall þá get ég sagt hið sama um mína hérvistardaga.

Ó, auma og fyrirlitlega líf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband