Burt með flokkana!

Ég legg til að stjórnmálaflokkar verði einfaldlega lagðir niður og að í staðinn verði fólk kjörið á þing með handahófsvali úr þjóðskrá. Það ætti að fara langleiðina með að uppræta spillingu úr pólitík.

Og með því ákvæði líka að enginn megi sitja á þingi meira en eitt kjörtímabil (rökin fyrir því eru þau sömu og fyrir því að engum er heimilt að gegna embætti Bandaríkjaforseta lengur en átta ár í senn: til að tryggja heilbrigða endurnýjun og koma í veg fyrir spillingu).

En sennilega væri óþarfi að setja slíkt aukaákvæði, þar sem fjarska litla líkur eru á því að sama manneskjan myndi nokkurn tíma veljast á þing oftar en einu sinni, ef notast yrði við hreint slembiúrtak úr þjóðskrá þegar þingmenn væru kosnir . . .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband