Hví ég er ekki kristinn

Ástæða þess að ég er ekki kristinn er einfaldlega sú að skynsemi mín og réttlætiskennd geta ekki með nokkru móti fallist á grunnkenningu kristindómsins. En sú kenning er eitthvað á þessa leið:

Guð hefur sett það lögmál að laun ´syndarinnar´ séu dauði að eilífu (hvers vegna hann setti það lögmál veit enginn, enda verður ekki séð hvaða réttlætisrök hafi knúið hann til þess), og þar sem við erum öll sömul ´syndug´ upp fyrir haus (aftur getur enginn útskýrt í hverju þessi hræðilega og fordæmingarverða´synd´ okkar á að vera fólgin) þá höfum við öll dæmt sjálf okkur til eilífs dauða, og eina útgönguleið okkar er að taka á móti friðþægingarfórn Jesú Krists, sem dó saklaus og syndlaus á krossinum til að taka alls óverðskuldað á sig dauðadóminn sem við höfum áunnið okkur með ´syndum´ okkar.

Það eina sem ég hef að segja að svo stöddu um ofangreinda trúarkreddu er það að maður fær hausverk af því að reyna að fá einhvern lógískan botn í hana. Ef ég ætti að rekja ruglandina í henni þá veit ég ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja . . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband