7.4.2012 | 16:59
Hver er ţessi konungur dýrđarinnar?
Nýveriđ las ég feykimerkilega bók: "Who is this King of Glory? - A Critical Study of the Christos -Messiah Tradition" eftir bandaríska frćđimanninn Alvin Boyd Kuhn, en bók sú var fyrst gefin út áriđ 1948.
Meginuppistađa bókarinnar er ítarlegur og býsna frambćrilegur rökstuđningur höfundar fyrir ţeirri kenningu sinni ađ Jesús Kristur hafi aldrei veriđ til sem söguleg persóna, og ađ hin svokallađa ´ćvisaga´ hans í guđspjöllunum sé samansafn af hreinrćktuđum allegóríum og mýtólógíu, mest af ţví sótt í forn-egypsk trúarbrögđ.
Jafnvel hörđustu stuđningsmenn ţeirrar kenningar ađ Jesús Kristur hafi veriđ manneskja af holdi og blóđi (en drjúgur hluti bókar Kuhns fer í ađ rekja og hrekja röksemdir slíkra manna) verđa ađ viđurkenna ađ fjölmargt í frásögnum guđspjallanna sé augljóslega ekki sagnfrćđi heldur póesía og líkingamál og mýtólógía. Og, spyr Kuhn, fyrst svo er: hví ţá ekki ađ ganga alla leiđ og stíga ţađ stutta og eđlilega skref ađ lýsa ţetta alltsaman póesíu og líkingamál og mýtólógíu en ekki sagnfrćđi?
Ađ dómi Kuhns er Kristur ekki sagnfrćđileg persóna og hefur aldrei veriđ, heldur er ´hann´ ţađ sem Kuhn kallar ´a spiritual principle (The Christos),´ er birtist einkum í ţeim anda góđvildar og kćrleika og samhjálpar sem sé hćgt en örugglega ađ breiđast út međal mannkyns.
Höfundur fer hörđum orđum um ţá fráleitu brenglun og rangtúlkun, sem kirkjan gerđi sig fyrst seka um á ţriđju öld og hefur haldiđ á lofti ć síđan, ađ kenna ađ háleitt og abstrakt spiritúelt prinsipp hafi birst á jörđu í mynd holdlegrar manneskju sem á ađ hafa gengiđ um, etiđ, sofiđ og kennt í miđausturlöndum fyrir hartnćr tvöţúsund árum. Ţađ mćtti eins halda ţví fram ađ mađur geti rekist á Dygđina í kvenmannslíki út á götu, eđa spjallađ viđ Réttlćtiđ yfir tebolla á kaffihúsi!
Kuhn hamrar á ţeirri skođun sinni ađ fjarri ţví ađ Kristur hafi fćđst í Palestínu fyrir tuttugu öldum ţá sé hann enn ekki fćddur (a.m.k. ekki ađ fullu) međal manna - og verđi ţađ ekki fyrr en Kristur (í sínum rétta skilningi sem innra immanent sammannlegt andlegt ástand) hefur náđ ađ uppljóma sálir allra manna međ bjarma visku sinnar og kćrleika - ţ.e. náđ ađ ´fćđast í sálum manna,´ sem er hin sanna esóteríska merking sögunnar hugljúfu og dásamlegu um Jesúbarniđ í vöggunni.
Fćđing Jesúbarnsins er semsagt ekki stakur sögulegur viđburđur heldur evókatív og tímalaus táknsaga um ţá guđlegu gerjun sem á sér stađ í innsta hjartahelgidómi allra manna sem eru ađ ´fćđast í Kristi´. Og svipađ er um ađra ţćtti í ´ćvisögu´ Jesú Krists: ţeir eru allegórísk sannindi en ekki historísk.
Ţađ er viđ hćfi ađ gefa hér Alvin Boyd Kuhn sjálfum orđiđ, í tilvitnun sem tekur saman ţann meginbođskap er hann ćtlar bók sinni ađ miđla lesendum : "The Christos in the heart of the [human] race is adequate to carry with comeliness and consistency the magnificent meaning of the ancient scriptures. But no man-Christ in Judea or elsewhere is able to encompass in his tiny personality that range and sweep of significance."
Og í innganginum ađ títtnefndri bók, sem Paul nokkur Tice ritar, segir m.a.: "For Christianity to be expressed in the way it was first intended, as experienced during the first two centuries of its existence, one must first acknowledge its pagan roots."
En ef sú kenning yrđi sönnuđ međ óvéfengjanlegum hćtti ađ Jesús Kristur hafi aldrei veriđ til sem mađur af holdi og blóđi, heldur sé hann hrein gođsögn, sprottin úr trúarbrögđum sem eru ómćlanlega eldri kristninni - vćri ţá öllum stođum kippt undan kristindómnum, eins og sumir myndu eflaust halda fram?
Ţvert á móti! Ţađ yrđi dásamlegasta lyftistöng sem kristindómurinn gćti hugsanlega hlotiđ, ţví hinn gođsagnalegi Jesús Kristur er miklu máttugri og merkilegri fígúra heldur en hinn sagnfrćđilegi Jesús Kristur gćti nokkurn tíma veriđ; og stafar ţađ af ţví ađ hinn fyrrnefndi tjáir eilíf og sígild og regindjúp sannindi um mannssálina og ţróun hennar, sem engin sagnfrćđi gćti mögulega komiđ á framfćri.
Mýtólógía er margfalt sannari en sagnfrćđi, vegna ţess ađ sagnfrćđin greinir ađeins frá skuggamyndum sannleikans á hverfulu sviđi tímans, en gođafrćđin greinir frá hinu sanna lífi: ţ.e. hinum eilífu og óumbreytanlegu prinsippum og lögmálum er stýra bakviđ tjöldin sögunni og öllum mannlegum veruleika.
´Enginn getur ţjónađ tveimur herrum´ er haft eftir Jesú sjálfum í Nýja Testamentinu. Ađ einblína á og tilbiđja hinn meinta sögulega og manngerđa ytri Krist og stóla á hann um sáluhjálp getur ekki annađ en haft ţau óheillavćnlegu áhrif í för međ sér ađ draga athyglina frá hinni einu sönnu sáluhjálp og hinum eina sanna Kristi, sem eru í ţví fólgin ađ rćkta hinn tímalausa ósagnfrćđikennda sammannlega innri veruleika ţeirrar alskíru góđvildar og náungaelsku sem mishulin í hjörtum okkar allra býr.
Ţađ er ađeins međ ţví ađ dusta af rykiđ og kóngulóarvefina sem gullskjöldur sannleikans getur skiniđ í allri sinni dýrđ og ljóma. Og kenningin um hinn sögulega manngervingslega ytri Jesú Krist virđist vera slíkt ryk og kóngulóarvefir.
Athugasemdir
Ţetta er flott. Mjög flott. Alveg sammála ţessari greiningu. Alveg óháđ ţví hvort Jesús var til eđa ekki tel ég bođskap hans vera nákvćmlega ţennan; hann er fyrirmynd hvađ varđar Kristsvitund sem kveikist ekki međ mannkyninu í einum vetfangi heldur kviknar smátt og smátt.
Ţarfagreinir, 13.4.2012 kl. 17:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.