Trúarbragðanna innsti andi

Mörg og misjöfn eru trúarbrögð mannkyns, en hinn innsta og dýpsta kjarna þeirra allra mætti orða á þennan veg:

Innst í hjarta okkar allra brennur logi sem er guðlegrar ættar og felur í sér fullkomna visku og fullkominn kærleika, og megintilgangur mannlegrar tilvistar er að fjarlægja allt sem hindrar þennan innri helga hjartabrand frá því að skína í allri sinni dýrð og uppljóma okkur sjálf og allan heiminn.

Allt sem trúarbrögðin boða ofan á þennan einfalda kjarna eru aukaatriði og bagatellur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Sammála. En aukaatriðin gefa þó lífinu gildi; án þeirra væri engin jarðnensk tilvist til.

Þarfagreinir, 27.3.2012 kl. 13:59

2 Smámynd: Swami Karunananda

Jú, aukaatriðin geta vissulega verið til ýmissa hluta nytsamleg og jafnvel nauðsynleg - en aðeins svo framarlega sem þau eru ekki látin skyggja á aðalatriðin (en trúarbrögðin hafa hvimleiða tilhneigingu til að gera einmitt þá skyssu).

Swami Karunananda, 27.3.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband