19.3.2012 | 15:26
Er synd śr allri mynd?
Er eitthvaš til ķ öllu žessu eilķfa tali kristindómsins um žaš hve viš mannverurnar séum allar saman “syndugar“?
Svariš er bęši jį og nei.
Ef viš skošum rót oršsins “synd“ žį sjįum viš aš žaš er žżšing į grķska oršinu “hamartia“ sem merkir einfaldlega aš “geiga,“ “missa marks,“ nį ekki takmarki sķnu“ og annaš ķ žį įttina.
Og žvķ mį segja aš svo lengi sem viš erum ófullvaxta ķ andlegri merkingu og lifum ķ fįviskuvitundinni (Sanskrķt: avidya) og žekkjum ekki okkar eigiš innsta gušdómlega ešli, og gerum žar af leišandi og hugsum żmislegt sem öndvert er algęsku gušs, žį er hęgt aš halda žvķ fram frį vissu sjónarhorni aš tilvera okkar geigi og missi marks og nįi ekki takmarki sķnu - og aš viš séum ķ žeim skilningi “syndug“.
En žetta er aušvitaš miklu afmarkašri og hófstilltari og viturlegri skilningur į “synd“ heldur en sį sem kristindómurinn hefur tradisjónelt haldiš į lofti. “Christianity has blown the concept of “sin“ out of all proportions“ sagši vitur mašur eitt sinn, og žaš er laukrétt.
Reyndin er sś aš gagnstętt žvķ sem kristnin hefur hamraš į ķ aldanna rįs žį er žaš enginn glępur eša svķvirša aš “lifa ķ synd“ ef sį frasi er rétt skilinn sem “aš lifa ķ fįvisku um okkar eigiš ešli“ - engu fremur en žaš er einhver glępur eša svķvirša fyrir lķtil börn aš vita ekki neitt um stęršfręši eša pólitķk (svo ašeins tvö handahófsdęmi séu nefnd).
Og svo er žaš sį djśpi sannleikur aš lögmįl andlegrar žróunar er aš gegnum fįfręšina liggur leišin til žekkingar. Meš öšrum oršum (ķ samhengi pistilkorns žessa): bernskan er naušsynlegt forskeiš žess aš verša fulloršinn. “Man is not travelling from falsehood to truth, but from lesser truth to greater truth,“ eins og spekingur einn mikill reit.
Viš erum aš lęra. Sķfellt aš lęra. Og einn daginn veršum viš fullnuma.
Viš žetta mį svo bęta aš allir eru aš gera sitt besta. Sś manneskja er ekki til sem ekki er sleitulaust og einaršlega aš reyna aš lifa lķfi sķnu į žann fegursta og göfugasta mįta sem henni er kunnugt um. Žvķ ęttum viš ekki aš dęma neinn og ekki aš kalla neinn “syndara,“ heldur einbeita okkur aš vorri eigin žroskaleiš.
Vér sjįum žaš ķ heiminum sem er innra meš oss sjįlfum. Žvķ mį treysta žvķ aš manneskja sem er meš “syndir“ annarra į heilanum er sjįlf sįržjökuš af tilfinningu um eigin syndabyrši (hvort sem henni er žaš leynt eša ljóst).
Okkar sanna innsta ešli er gušdómlegt eins og hér aš ofan segir, en flest lifum viš ašeins ķ hinni ytri yfirboršsnįttśru og erum okkur ekki mešvituš um gušdóminn ķ hjartanu - hina fullkomnu endurspeglun gęsku, kęrleika og visku gušs, bjartari en žśsund sunnur.
En hér kemur lykilatrišiš: žessi gušdómsnįttśra okkar er eins og sólin og ytri yfirboršsnįttśran er eins og skżjin sem hylja sólina. Žaš er vitanlega alveg sama hve žykk og dökk skż fela sólina - hśn skķn jafn skęrt fyrir žvķ ofan skżjanna.
Og į endanum er gušdómsröšullinn ķ hjarta okkar of mįttugur til aš nokkuš geti haldiš aftur af žvķ aš hann skķni ķ gegnum skż fįviskunnar og baši alla okkar verund - og heiminn allan - ķ bjarma sķnum.
Og žegar sį undursamlegi atburšur gerist er ekki lengur um aš ręša neina “synd“ - ekki einu sinni ķ žeim mjög svo hófsama og skynsamlega skilningi sem hér aš ofan er frį greint.
Og žaš hafa veriš og eru enn ķ dag til manneskjur sem hefur tekist aš blįsa öllum skżjunum burt frį sinni innri gušdómssunnu og nįš fullkomnu og millilišalausu sambandi viš almęttiš og žar meš gert alla “synd“ aš engu. Žęr mannverur ganga yfirleitt undir heitinu “dżrlingar“ eša “mystķkerar“ og žótt fįar séu er žęr aš finna ķ öllum löndum į öllum tķmum.
Mjög margt fólk (sérstaklega kristiš fólk) telur aš sį tķmi aš mannverur geti nįš slķku beinu og krókaleišalausu sambandi viš guš tilheyri grįustu forneskju og aš slķkt sé ekki hugsanlegt ķ dag. Svoleišis nokkuš sé ašeins forréttindi spįmanna žeirra og gušmenna er Biblķan greinir frį.
Žessu til hrakningar vil ég benda į aš ef žaš er eitthvert lögmįl sem vķsindin hafa sannaš žį er žaš aš atvik sem hefur gerst einu sinni getur alltaf gerst aftur. Og žaš veitir dįsamlega fullvissu žess aš žaš sem dżrlingarnir og mystķkerarnir sem og spįmenn og gušmenni Biblķunnar hafa gert getum viš - hvert og sérhvert okkar - einnig gert.
Jį, aš verša gušir (eša öllu heldur: aš įtta okkur į žvķ aš viš höfum alltaf veriš gušir!) er svo sannarlega undursamlegur erfšaréttur okkar allra, sem enginn og ekkert getur svipt nokkurt einasta okkar.
Žaš er okkur ósęmandi sem elskušum börnum gušs aš berja lóminn yfir žvķ hvaš viš séum armir og vesęlir “syndarar“. Žess ķ staš ęttum viš aš fylla hugi okkar og hjörtu af hinni dżršlegu vitneskju um vora innri reisn, vora innri tign, vorn innri gušdóm.
Ég lżk žessari stuttu hugvekju į oršum mikils andlegs meistara, sem beindi eftirfarandi uppörvunaroršum til okkar allra: “You are great. That is the truth, whether you know it or not. [. . .] Saintliness is not a gift that God confers on merely a chosen few. Rather, it is a treasure that God has placed within every child of His“.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.