Dagar trúarbragða eru taldir

Vitur maður mælti eitt sinn þessi spaklegu orð: "Trúarbrögð og stjórnmál eru nú orðin úrelt. Nú er kominn tími fyrir vísindi og andlegheit (spirituality)".

Ummæli þessi eru eins og töluð úr mínu hjarta.

Trúarbrögð eru gagnleg (og jafnvel nauðsynleg) sem spiritúalt og vitsmunalegt leiðarljós í samfélagi þar sem flestir þegnanna eru fáfróðir, illa menntaðir og almennt andlega vanþroskaðir. Viska og lærdómur prestastéttarinnar (í hið minnsta þeirra meðlima hennar sem búa yfir téðum kostum) vega að einhverju leyti upp á móti vanvisku og lærdómsleysi pöbulsins.

En í samfélagi eins og okkar, þar sem nánast hver einasta hræða kann að lesa og skrifa, og ennfremur að hugsa (amk. að nokkru marki) sjálfstætt og gagnrýnið, þá hafa trúarbrögðin gengið sér til húðar, ásamt með öllu sínu prestafargani og annarri ólýðræðislegri hírarkís-vitleysu.

Þetta er eins og með skólakerfið: að feta námsveginn er nauðsynlegt fyrir manneskju til að læra þá hæfileika sem þarflegt er bæði fyrir þjóðfélagið og hana sjálfa að hún búi yfir. En þegar þeir hæfileikar eru eitt sinn lærðir þá er ekkert vit né gagn í því fyrir mannveruna að halda áfram að híma á skólabekk.

Nú hefur mannkynið (eða að minnsta kosti meirihluti þess) útskrifast úr þeim skóla sem trúarbrögðin eru. Nú er kominn tími fyrir mannkynið til að leggja niður allar ytri kirkjur, og tilbiðja þá einu kirkju sem nokkru máli skiptir: kirkju guðdómsneistans í hjarta hverrar mannveru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband