28.10.2009 | 15:27
Sjálfstæðisyfirlýsing andlegs anarkista
Undanfarið eitt og hálft ár eða svo hef ég haft fyrir sið að fara með foreldrum mínum í messu á hverjum sunnudegi.
En mestallan þennan tíma hef ég verið nagaður af sektarkennd yfir því að vera á vissan hátt að hræsna með þessum kirkjuferðum mínum, þar sem ég get ekki sagt með hreinni samvisku að ég aðhyllist kristna trú (eða nokkur trúarbrögð yfirhöfuð). Ef satt skal segja fer ég til "guðsþjónustu" mestanpart til að njóta félagsskaparins við það indæla fólk sem kirkjuna sækir ásamt mér.
Ef ég ætti að skilgreina mína trú myndi ég segja að ég sé andlegur anarkisti.
Mína trú má draga saman alla í þrjú einsatkvæðisorð: Guð er til.
And that´s it, folks! Engin biblía, enginn frelsari, engin kirkja - í stuttu máli: engin trúarbrögð.
Það þekkir enginn sem ekki hefur reynt á eigin sinni þá undursamlegu frelsiskennd sem fylgir því að vera í anda sínum svona gersamlega óháður öllu nema hinum einfaldasta grunnsannleika tilverunnar.
Og mín vegna má allt sem tengist trúarbrögðunum annað en þessi einfaldasti grunnsannleikur fara norður og niður.
Vitringurinn hefur talað. Heilir þeir er hlýddu. Amen, hósíanna og halelúja!
Athugasemdir
Sæll Kári.
Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki dást að sannfæringu þinni. Það held ég að sé gott hverjum manni að vera trúr sinni sannfæringu og að hafa hana jafn einfalda og hreina eins og þú lýsir, er barasta stórkostlegt!
Hafðu þökk fyrir þessa færzlu!
Sigurjón, 31.10.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.