Skylda kemur í skyldu stað

Það er eitt af óafmáanlegum siðferðilegum lögmálum tilverunnar að fólk getur aðeins veigrað sér við að gegna einhverjum af hinum eðlilegu skyldum lífsins með því að taka á sig aðrar skyldur sem gera sama eða svipað gagn.

Ein af slíkum eðlilegum skyldum lífsins er skylda hverrar heilbrigðrar manneskju til að koma sér upp fjölskyldu : maka og börnum, og tryggja þannig viðhald tegundarinnar og sjá sálum fyrir líkömum til að halda áfram þroskagöngu sinni í.

Nú er auðvitað hverri mannveru frjálst að veigra sér við að setja á stofn og sjá fyrir sinni eigin fjölskyldu. En fólki sem velur sér þá leið í lífinu verður að skiljast að það þarf bara í staðinn að taka á sig einhverja annarskonar og óbeinni fjölskyldu. Ef það vill ekki ekki stofna sína eigin blóðfjölskyldu þá heimta hinar mórölsku meginreglur að það taki á herðar sér ábyrgð á einhverri "ættleiddri" fjölskyldu (ef nota má það lýsingarorð í þessu samhengi). - Slík "ættleidd" fjölskylda getur til dæmis verið börnin í samfélaginu (með því að starfa í leikskóla eða grunnskóla), eða þá fólk sem stendur höllum fæti í þjóðfélaginu (með því að starfa við aðhlynningu fatlaðra eða þroskaheftra eða ellihrumra o.a.þ.h.), svo fátt eitt sé nefnt, og þarf ekki allt að vera bein atvinna þótt ég hafi hér nefnt það innan sviga.

(Manneskjur sem axla þá ábyrgð að ala upp börn mega auðvitað starfa við hvað sem þeim sýnist, svo framarlega sem það er ekki eitthvað þjóðhagslega skaðlegt eða siðferðilega vafasamt).

Möguleikarnir eru semsagt ýmsir fyrir fólk sem er án beinnar fjölskyldu. En grunnprinsippið er þetta: Engin manneskja skyldi líða sjálfri sér að skirrast við fjölskyldustandi einungis vegna þess að hún nennir ekki að eyða í það þeim vissulega miklu fórnum sem það útheimtir bæði í fé og tíma - og án þess að gegna einhverri nokkurn veginn sambærilegri þjóðfélagsskyldu í staðinn. Það kemur ævinlega skylda í skyldu stað, ef einni skyldunni er hafnað.

En við lestur ofantéðs vaknar eðlilega spurningin í huga margra lesenda : hvað um fólk sem er allt af vilja gert, og jafnvel ótt og uppvægt, að fæða börn í heiminn, en getur það ekki einhverra hluta vegna (og er heldur ekki í aðstöðu til að ættleiða)?

Ekki þykist ég geta svarað því spursmáli svo öllum líki, en í prinsippinu ætti hið sama að gilda um fólk sem getur ekki eignast börn og um fólk sem vill ekki eignast börn : það verður bara að finna sér einhvern annan vettvang til að þjóna mannkyninu.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband