21.2.2009 | 23:57
John Lee Hooker : konungur blússins
Nafnið John Lee Hooker (f. 1917 - d. 2001) kannast sjálfsagt margir við, en færri miklu eru þeir sem hafa heyrt tónlist þessa mikla meistara blústónlistar.
Músíkin sem Hooker skapaði var í flestum greinum blús eins og hann gerist hreinastur og ómengaðastur. Allan sinn feril, sem spannaði þann ótrúlega langa tíma hálfa öld, neitaði Hooker staðfastlega að gera nokkrar málamiðlanir eða útvatnanir á list sinni. Afríka skín í gegn skærar og tærar en í tónlist nokkurs annars blúsmeistara, og einhver óskilgreinanlegur og ískyggilegur vúdú-bragur svífur yfir vötnum.
Hooker naut þeirrar sérstöðu að vera bæði einn af risum sveitablússins frá Mississippi og einn af frumkvöðlum hins rafmagnaða Chicago-blúss.
Og nú er bara fyrir lesendur að kynna sér tónlist einhvers litríkasta, afkastamesta og sáldýpsta músíkants 20. aldar! Áhugasömum er bent á að plötur hans má nálgast á Amazon.com. Einnig má finna nokkur myndbönd með honum á Youtube.
Athugasemdir
Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað þann 6 nóvember 2003 á Kaffi Reykjavík. Þar komu saman helstu merkisberar blústónlistar á Íslandi og spiluðu saman fyrir fullu húsi af áhugafólki um blús. Tilgangur félagsins er að auka hróður blússins á Íslandi.
Með stofnun Blúsfélags Reykjavíkur er markmiðið að greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk í eitt félag sem ætti að auðvelda framgang tónlistarinnar.
Skráðu þig á póstlistann og fáðu Blúsfréttir
Skrá mig
www.blues.is
Blúshátíð í Reykjavík, 5.3.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.