3.1.2009 | 00:50
Undursamlegustu orð sem ég veit um
Það er ólýsanleg fró fólgin í því að sjá eða heyra sínar eigin dýpstu hugsanir og tilfinningar tjáðar af einhverri annarri manneskju. Og dásamlegasta dæmið um þetta í mínu lífi er eftirfarandi bæn sem margir kannast við, en hana þýddi Matthías Jochumson eftir Newman nokkrum, sem ég kann ekki frekari deili á:
"Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim.
Mig glepur sýn.
Því nú er nótt og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín.
Styð minn fót, þótt fetin nái skammt
ég feginn verð, ef áfram miðar samt."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.