Hvað hef ég helst lært um lífið?

Ég bið hina fjölmörgu eldheitu aðdáendur mína Grin innilega afsökunar á því hve latur ég hef verið að blogga undanfarna mánuði. Meginástæða þess er sú að ég hef verið (af orsökum sem ekki verða reifaðar hér) óvenjulega illa hrjáður af djöfli geðklofans þennan tíma, og hef þar af leiðandi ekki getað einbeitt mér að smámunum eins og að halda úti bloggskrifum. En nú kveð ég semsagt upp raust mína á ný eftir drjúgt hlé, til að kunngjöra lesendum í einu stuttu og hnitmiðuðu spakmæli þann lærdóm sem mín 29 æviár hafa helstan fært mér. Af einhverjum sökum flaug viskumoli þessi í höfuð mitt á ensku, og birti ég hann hér á því tungumáli þar sem mér finnst hann hljóma best óþýddur:

Holiness is not in professing any religion. Holiness is in giving the world the gift of a mind made wise and a heart made kind through suffering.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Velkominn aftur í bloggheima Kári, líst vel á þennan viskumola.

Sævar Finnbogason, 26.11.2008 kl. 00:52

2 identicon

Velkominn aftur Kári. Afskaplega "profound" setning, einhvern vegin svo rétt.

Greta (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband