Virðum helgi ALLS lífs!

Einn fagran dag mun renna upp sú stund að dráp á dýrum verður bannað með lögum, að viðurlagðri sömu refsingu og nú gildir fyrir að sálga mönnum.

En ekki tjóir einstaklingnum að bíða bara að af þessu verði og gera ekkert í málunum sjálfur. Þeim mun fyrr sem hver einstök manneskja tekur þá ákvörðun að hætta að taka þátt í dýradrápum (þ.m.t. með því að varpa kjötáti fyrir róða), þeim mun fyrr mun djarfa fyrir áður nefndum dýrðardegi.

Mundu að leiðin til fegurri og betri heims hefst hjá þér - og engum öðrum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Úff, nú ertu farinn að höggva nærri beini Kári.

Ég er einn af þeim sem ét önnur dýr og er stoltur af því.  Ég er reyndar einn af þeim sem tel að allar veiðar eigi að stuðla að því að fæða þann sem veiðir.  Mér hugnast ekki þeir veiðimenn sem sleppa bráð sinni eða sýna henni óvirðingu.  Menn sem veiða með réttum hug (að mínu mati) fá plús í kladdan hjá mér...

Sigurjón, 7.9.2008 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband