Kjarninn í boðskap The Life Divine

Eflaust á ég hér á blogginu eftir að skrifa ýmislegt um hið stórkostlega heimspekiverk sem þessa dagana á hug minn allan: "The Life Divine" eftir indverska hugsuðinn Sri Aurobindo.

En eftirfarandi tilvitnun felur í sér það er ég skynja sem kjarnann í þessu fjölþætta og regindjúpa andlega þrekvirki, en kjarni þessi felst í því að tvíhyggju anda og efnis, sem fjöldamörg trúarbrögð hafa boðað í árþúsundanna rás, er hafnað - eða með orðum Aurobindos:

". . . the view that divorces Matter and Spirit and puts them as opposites is unacceptable; Matter is a form of Spirit, a habitation of Spirit, and here in Matter itself can be a realisation of Spirit." (The Live Divine, bls. 693).

Og með þessari höfnun tvíhyggju anda og efnis fylgir að leiðin til frelsunar / uppljómunar felst ekki í því að hafna öðru og leita athvarfs í hinu, heldur að umfaðma hvorttveggja í órjúfanlegri heildarsýn sem sér ekkert nema Guð í öllum sannreyndum tilverunnar: jafnt í anda / einingu sem í efni / margbreytileika.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Aron Sveinsson

Einingin í margbeytileikanum :)

leiðin liggur að alls-innihaldsleikanum.

Olafuraron@simnet.is

Ólafur Aron Sveinsson, 5.9.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband