12.8.2008 | 16:46
Blúsinn lengi lifi!
Sífellt er ég ađ uppgötva nýjar og frjósamar lendur í tónlistinni, og síđustu vikur hef ég fókuserađ mikiđ á ţá undursamlegu músíktegund blúsinn.
Blúsinn er alls ekki flókin tónlist tćknilega séđ. En einfaldleikinn í strúktúrnum leynir mjög á sér: ţađ er ábyggilegt ađ nánast engin önnur músík býđur upp á jafn breiđa palettu í tilfinningu og tjáningu.
Sérstaklega eru ţađ ţrír blúsmenn sem hafa fangađ athygli mína og sálu: heitir sá fyrsti Stevie Ray Vaughan, hvítur rafgítarblúsleikari frá Texas sem lést sorglega langt fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Og leyfi ég mér ađ fullyrđa ađ hann tók bćđi Hendrix og Clapton í bakaríiđ, eins ótrúlegt og ţađ hljómar! Til ţess ađ sannfćrast um ađ ţessi djarfa stađhćfing er rétt bendi ég lesendum á ađ kíkja á útgáfu Vaughans af Hendrix-klassíkernum ´Voodoo Chile´ sem finna má á Youtube.
Heitir sá annar Boubacar Traoré og kemur frá landinu Malí í Afríku. Í tónlist ţessa mikla meistara heyrir mađur mjög greinilega hinar afrísku rćtur blússins - ţessi músík gćti nánast veriđ komin úr bómullarplantekrunum í Mississippi (ađ tungumálinu slepptu).
Heitir sá ţriđji Mississippi John Hurt og er nokkuđ óvenjulegur af blúsara ađ vera fyrir ţćr sakir ađ hann er silkimjúkur, nánast kvenlegur í röddinni. Einhver mesti kassagítarsnillingur blús-sögunnar, og dásamlega djúpur og tilfinningaríkur söngvari. Mörg lög ţessa mikla jötuns eru trúarlegs efnis, og er sálin í ţeim ţegar best lćtur varla af ţessari jörđu!
Ţađ er nánast glćpsamlegt ađ ofangreindir meistarar skuli vera allt ađ ţví óţekktir utan ţröngs hóps blús-unnenda, á sama tíma og margir svokallađir "músíkantar" njóta heimsfrćgđar ţrátt fyrir ađ vera jafn gersneyddir tónlistarhćfileikum eins og kartafla. En förum ekki nánar út í ţá sálma, og nefnum engin nöfn - lesendur mega gamna sér viđ ađ giska á viđ hverja er átt.
Hvet ég alla sem línur ţessar lesa til ađ sökkva sér ofan í undraheim blússins - ţađ er svo sannarlega fyrirhafnarinnar virđi!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.