Munurinn á sýnd og reynd

Stundum getur verið regingap milli þess sem okkur sýnist heimurinn vera og þess sem hann er í raun.

Til dæmis:

- Okkur sýnist heimurinn vera klofinn og margklofinn, en í raun er allt í heiminum eitt og aðeins eitt.

- Okkur sýnist hatrið vera grunntónn heimsins, en í raun er grunntónn heimsins kærleikur - heitari, dýpri og hreinni kærleikur en nokkur kærleikur sem við getum ímyndað okkur.

- Okkur sýnist manneskjurnar aðeins lifa í aumlega skamman tíma, en í raun eru þær ódauðlegar.

- Okkur sýnist ekkert rökrétt samhengi vera milli gjörða fólks og örlaga þess, en í raun er fullkomlega lógískt og óskeikult orsakasamhengi milli gjörða fólks og örlaga þess.

- Okkur sýnist sumt fólk hafa af einhverjum óúskýranlegum ástæðum hlotið í vöggugjöf það sem nefnt er ´snilligáfa´, en í raun liggur ævinlega bakvið allar svonefndar ´gáfur´ látlaust puð, linnulaust strit og þrotlaus æfing - ef ekki í þessari tilveru þá í einhverjum fyrri.

- Okkur sýnist við sjálf vera ein og óstudd í köldum heimi, en í raun höfum við alla krafta himinsins á bak við okkur.

Allt þetta sem okkur sýnist heimurinn vera þótt hann sé það ekki í raun stafar einvörðungu af glámskyggni okkar og nærsýni, og einkum og sér í lagi af þeirri vanalegu villu okkar að horfa ekki út fyrir þennan hlægilega stutta tíma sem við dveljum hér á jörðu í núverandi líkama.

Sumt eða jafnvel allt af því sem hér að ofan er sagt kann að virðast eins og hver önnur skrýtla í augum sums fólks, enda er ég ekki að biðja neinn um að trúa einu orði af því sem er fullyrt hér að ofan. Hér sem endranær gildir hin fornkveðna regla að ´sjálfur leið þú sjálfan þig.´ Bið ég lesendur því þess eins að íhuga ofangreindar staðhæfingar og mynda sér svo sína eigin skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Aron Sveinsson

Eðalskrif...sannleikurinn drýpur innan um hvern staf :)

Friður kæri bróðir

Ólafur Aron Sveinsson, 10.7.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband