Paul Brunton - stórkostlegur spekingur!

Um þessar mundir hef ég verið að lesa danska þýðingu bókar eftir heimspekinginn Paul Brunton sem út kom árið 1954, og ber rit þetta í þýðingunni heitið ´Vejen til Nyt Liv´ en á frummálinu ´The  Spiritual Crisis of Man´.

Sjaldan hef ég lesið bók sem er jafn stútfull af visku eins og þessi bók Bruntons. Ef einhver manneskja efast um tilvist æðri vitundarstiga, er taki venjulegu vitundarástandi meðalmannsins óralangt fram að visku og dýpt, þá þarf sú hin sama ekki að gera annað en að opna téða bók. Greinilegt er að skrif Bruntons streyma beint úr því sem indversk heimspeki esóterísk kallar ´Buddhi´, sem á íslensku hefur verið nefnd ´innsæisvitund´, en hún einkennist meðal annars af óskeikulli og takmarkalausri visku.

Ef til vill mun ég í næstu færslum fjalla um nokkrar af þeim undursamlega prófúndísku hugmyndum og vangaveltum sem Brunton viðrar í margnefndu riti. En nú um stundir er ég ekki í standi til þess - ég er enn að reyna að melta alla viskuna og spekina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Margar bækur eftur Paul Brunton voru þýddar á íslensku á árunum kringum 1960 og fyrr. Man þó ekki hvort þessi var þýdd. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband