Súfí - tónlist : besta trúarmúsík heims?

Súfismi (íslömsk dulhyggja) er einhver undursamlegasta trúhreyfing veraldar, og þeirri staðreynd ber glöggt vitni tónlistin sem kennd er við nefnda hreyfingu.

Þegar rætt er um Súfí - músík kemur eitt nafn ævinlega efst upp í hugann: Nusrat Fateh Ali Khan, sem nefndur var ´Pavarotti austursins´. Rödd þessa manns var allt að því guðdómleg : ótrúlega kröftug, fögur og tjáningarrík.

Því miður lést Nusrat langt um aldur fram fyrir rúmum áratug. En tónlist hans mun lifa um aldir sem stórfenglegur vitnisburður um þær andlegu hæðir sem músíklistin getur náð þegar hún er upp á sitt besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú væri ég alveg til í að vita hvar maður getur fundið svoleiðis tónlist.

Súfí ljóðalist er einnig frábær. Sá frægasti í þeim geira var hann Rúmí - mæli með honum ef þú fílar ljóðalist.

Ef þú ert eitthvað í Súfí ritningum þá eru The Seven Valleys - sem reyndar eru bahá'í ritningar skrifaðar í Súfí stíl - mjög gefandi að pæla í.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Swami Karunananda

Sæll, Jakob.

Rúmí var algjört séní; ég á eina bók með honum sem ég þreytist seint á að lesa.

Varðandi Súfí - tónlist, sérstaklega erkisnillinginn Nusrat Fateh Ali Khan, þá er hægt að panta hana á Amazon. Einnig er hægt að finna fjölda myndbanda með honum á Youtube.

Ég segi bara : lifi Súfisminn! Hann er einhver allra dýpsta og fegursta trúhreyfing sögunnar.

 Hugheilar kveðjur.

Swami Karunananda, 14.5.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband