´Dægurtónlist´ - hundljótt orð!

Því miður eigum við Íslendingar ekkert almennilegt orð sem samsvarar enska orðinu ´popular music´. Það orð sem oftast heyrist um nefnt fyrirbæri á íslensku, ´dægurtónlist, ´ er bæði villandi, ljótt og niðrandi. Orðliðurinn ´dægur´ er að sjálfsögðu dregið með hljóðvarpi af orðinu ´dagur´ og þýðir ´dægurtónlist´ því bókstaflega ´tónlist sem endist aðeins í einn dag´.

Þetta er í mörgum tilfellum fáránleg nafngift. Mörg svokölluð ´dægurtónlist´ er alveg jafn sígild og hin svonefnda ´sígilda músík´. Sem dæmi nefni ég Bob Dylan, The Grateful Dead og bestu plötur Rolling Stones (sérstaklega þríleikinn undursamlega ´Let It Bleed´, ´Sticky Fingers´ og ´Exile on Main Street´) - og margt fleira mætti tiltaka.

Hér með auglýsi ég eftir almennilegu íslensku orði í stað hins forljóta og lítillækkandi orðs ´dægurtónlist´.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Tja, er ekki málið að 'pop music' er einmitt notað yfir þá tónlist sem er vinsæl hverju sinni, eða bara vinsældatónlist almennt? Samanber það sem Wikipedia hefur um hugtakið að segja:

Pop music is music charted by the number or sales, plays, etc., that the work receives. It is not a particular genre or style of music, simply that which is the most popular for the tracked period of time. 

Þarfagreinir, 12.4.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Swami Karunananda

´Pop music´ þýðir samkvæmt minni málkennd ekki það sama og ´popular music´ ´Pop music´ þýðir, eins og þú segir, vinsældatónlist - en ´popular music´ er heitið sem engilsaxar nota yfir tónlist sem ekki fellur undir geirann ´classical music´ án þess þó að vera endilega ´pop music´. Mörg tónlist sem heyrir undir hugtakið ´popular music´ hefur aldrei notið sérstakrar hylli á sölulistum og öðrum slíkum vinsældamælikvörðum.

Annars er það býsna hégómlegt og fánýtt að vera að þjarka svona um einskæra orðanotkun, þegar í fréttunum glymur á hverjum degi að væringar séu uppi víða um heim sakir þess að fátæklingar eigi varla lengur fyrir mat til að seðja sig og sína . . .

Swami Karunananda, 12.4.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Swami Karunananda

(Smá viðbót við ofangreinda athugasemd): Að ´popular music´ þýði ekki hið sama og ´pop music´ ræð ég m.a. af því að þjóðlagatónlist hvers konar er af engilsöxum felld undir fyrrnefnda heitið. Og varla dettur nokkrum í hug að kalla þjóðlagatónlist ´pop music´, og ekki væri skárra að fella hana undir íslenska hliðstæðu ´pop music´:´dægurtónlist´.

´Dægurtónlist´ er ágæt þýðing á ´pop music´. En fyrir ´popular music´ verðum við einfaldlega að finna betra orð.

En ég endurtek að mun brýnni mál séu fyrir okkur að sinna en þetta karp um eintóma orðanotkun!

Swami Karunananda, 12.4.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband