24.3.2008 | 11:39
Mæli með "The Rough Guides"
"The Rough Guides" er heiti á geisladiskaflokki sem leitast við að kynna fyrir hlustendum í grófum dráttum (eins og nafnið gefur til kynna) hinar aðskiljanlegustu þjóðlegu tónlistarstefnur í heimi hér.
Þjóðlegt tónlistarlíf plánetu þessarar er með ólíkindum ríkulegt og gróskumikið, og "The Rough Guides" ná að gefa mjög lýsandi og representatífan þverskurð af því. Nú hafa komið út rúmlega 160 diskar í flokknum, og vart er til sú eþníska músíkstefna í veröldinni sem ekki á sér fulltrúa á einhverjum þessara 160 diska.
Áhugasömum er bent á að þennan fjársjóð sem "The Rough Guides" innifela má nálgast í heild sinni á Amazon - vefversluninni, á vægu og sanngjörnu verði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.