"Jesus Camp" - ótrúlegur ansvíti!

Ég var að ljúka við að horfa á heimildamyndina bandarísku "Jesus Camp" þar sem fjallað er um heilaþvott kristinna öfgamanna þarlendra á börnum sínum.

Eitt atriðið brenndi sig sérlega sterkt í huga minn, en það er þegar einhver sannkristin mannvitsbrekkan eggjar okkur mannfólkið fjálglega til að nauðga náttúru jarðar nógu duglega: höggva niður hvert einasta tré, hirða ekkert um hlýnun hnattarins, þrauttæma allar olíulindirnar o.s.frv. - vegna þess að Jesús sé alveg að fara að koma aftur, og þá muni jörðin líða undir lok!

Er hægt að hugsa sér ábyrgðarlausari og hættulegri heimsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki heldur þú að kristnir séu virkilega að biðja um frið í Ísrael... því meira vesen þar á bæ, því nær er Jesú.
Þá þyrstir í hörmungar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:18

2 identicon

Ekki heldur þú að kristnir séu virkilega að biðja um frið í Ísrael... því meira vesen þar á bæ, því nær er Jesú.
Þá þyrstir í hörmungar

Hversu maegar milljónir eða milljarðar manna eru kristin? Þær eru leiðinlegar svona alhæfingar.

Segjum að við myndum skipta út orðinu kristinn fyrir orðið svertingi.

Ekki heldur þú að svertingjar séu virkilega að biðja um frið í Ísrael... því meira vesen þar á bæ, því nær er Jesú.
Þá þyrstir í hörmungar

Er þetta ekki dálítið undarlegt orðalag? 

. (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 22:27

3 identicon

En já, varðandi Jesus camp þá hef eg bara séð úr henni en það sem ég hef séð er scary sh**

Kveðja,
Kobbi

. (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Swami Karunananda

Sammála þér með það, Jakob, að alhæfingar eru ákaflega varasamar í þessum efnum. Allflest kristið fólk er sem betur fer skikkanlegt og hófsamt fólk. Svona hrollvekjandi vitleysa eins og sýnd er í "Jesus Camp" er lánsamlega undantekning, og það á við um önnur trúarbrögð en kristni líka.

Swami Karunananda, 21.3.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband