20.3.2008 | 13:43
Eilítill eftirmáli viđ grein um röguna
Í pistli mínum um röguna indversku nefndi ég ađ hver raga vćri tengd ákveđnum tímum sólarhringsins. Ţađ er rétt, en segir ţó ekki allan sannleikann. Hlutirnir eru ađeins flóknari, margslungnari og sófistikerađri en svo.
Hver raga representerar ekki einvörđungu tiltekinn tíma sólarhringsins, heldur getur hún einnig tengst ýmsum öđrum ţáttum, svo sem ţví tímabili mannsćvinnar sem sólarhringstímaákvörđun rögunnar samsvarar. Ţannig tákna morgun-rögur ´morgun-skeiđ´ mannsćvinnar, ţ.e. bernskuna, en kvöld-rögur tákna aftur á móti ´kvöld-skeiđ´ lífsbrautarinnar, ţ.e. efri árin - og ţar fram eftir götunum.
En ţetta er ekki allt! Hver raga getur ekki ađeins symbólíserađ spesifíerađan tíma sólarhringsins og skeiđ mannsćvinnar, heldur getur hún einnig tákngert ákveđna árstíđ. Ţannig tákna morgun-rögur voriđ, hádegis-rögur hásumariđ, nćtur-rögur veturinn, o.s.frv.
Allt er ţetta reist á ţeirri ljóđrćnu kenningu indverskrar heimspeki ađ allt í náttúrunni eigi sér mótsvaranir og hliđstćđur í öđrum fyrirbćrum. Rás sólar kringum jörđu (svo viđ útţrykkjum ţađ í samrćmi viđ hversdagslega skynjun mannsins, en ekki vísindin, ţví vitanlega er ţađ svo samkvćmt hinu síđarnefnda ađ jörđin snýst kringum sólu en ekki öfugt) samsvarar rás ćviröđuls mannsins: upprisu hans, háskini, hnigi og myrkvun o.s.frv.; og líkt hiđ sama gildir um árstíđirnar: sólsetriđ er hliđstćđa haustsins og sólarupprásin hliđstćđa vorsins, o.s.frv.
(Ţađ er annars eftirtektarvert einkenni ţessarar tengingaríku og fjöl-evókatívu veraldar indverskar tónlistar ađ enginn sólarhringstími er álitinn ćđri öđrum, og slíkt hiđ sama gildir um árstíđirnar og ćviskeiđin. Svo dćmi sé tekiđ af ćviáföngunum, ţá er ellin á sinn hátt jafn yndisleg ćskunni og dauđinn á sinn máta jafn fagur fćđingunni, og ţar fram eftir götum. Beriđ ţetta saman viđ hina hálfvitalegu ćskudýrkun vesturlanda nútímans, međ tilheyrandi ellifćlni og dauđageig!)
En Indverjar eru ţekktir sem andlegheitasinnađasta ţjóđ á jarđríki, og ţví er vart ađ undra ţótt hin spiritúela / kosmíska vídd sé fyrirferđamikil í listsköpun ţeirra, ţar međ taliđ auđvitađ músíkinni. Ekki ţarf mikla skarpskyggni til ađ sjá hér tengslin viđ ţađ sem ađ ofan er taliđ um allegóríska merkingu sólar(viđ tíma, árstíđir, mannsćviáfanga), ţar sem sólin er í hérumbil öllum ţekktum trúarbrögđum mannkyns ađ fornu og nýju tákn hins andlega og himneska. Segja má ađ hin fýsíska sól sé, líkt og öll efnisleg fyrirbćri, einungis ytra, sýnilegt tákn ósýnilegra hrćringa í heimi andans. Upprás og setur sunnu andans, hin eilífa hringrás milli spiritúellar / kosmískrar birtu og myrkurs, milli andlegs ´sumars´ og andlegs ´vetrar´ - ţetta er ţađ sem indverskri tónlist er fyrst og fremst ćtlađ ađ tjá, ađ öđru ólöstuđu.
Ţá er ţessari stuttu eftirskrift pistils míns um hinn innvíklađa heim indversku rögunnar lokiđ. Ég biđ ađ heilsa ađ sinni.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.