9.3.2008 | 17:00
Kind of Blue - Besta plata djasssögunnar?
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það sem vísað er til í fyrirsögn bloggfærslu þessarar, þ.e. djasslistaverkið unaðslega Kind of Blue með goðsögnunum Miles Davis trompetleikara og John Coltrane saxófónleikara í broddi fylkingar. Eins og með svo mörg önnur mikil kúnstverk er plata þessi ekkert ýkja impressíf við fyrstu hlustun - hún er einstaklega látlaus, dempuð, róleg og gersamlega laus við alla tilgerð og krúsídúllur og hamagang. En hún vex svo sannarlega með hverri áhlýðan, og að því kemur fyrr en varir að hún heldur sál hlustandans í heljargreipum allar 55 mínúturnar sem hún varir.
Endilega tékkið á þessari - þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Athugasemdir
Hún er æði, konfekt fyrir eyrun.
Hafþór H Helgason, 10.3.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.