Strķšiš gegn hryšjuverkum er hryšjuverkastrķš

Hversu margar hundrušir žśsunda (ef ekki milljónir) óbreyttra borgarara ętli hafi falliš ķ Ķrak bęši ķ strķšinu 1991 og žvķ sem hįš hefur veriš sķšastlišin sex įr?

Og til hvers eru allar žessar blóšfórnir, ķ and . . . ? Aš žvķ er viršist einungis til aš tryggja hagsmuni (ašallega olķuintressur) Bandarķkjanna.

Ef rįšast ętti į eitthvert land til aš uppręta hryšjuverkamenn vęri nęrtękast aš fyrir valinu yrši Sįdi-Arabķa, žašan sem flestir terroristarnir sem geršu įrįsirnar 11. september voru upprunnir. En į slķkt mį ekki minnast, žvķ fastistarķkiš Sįdi-Arabķa er ķ sérstakri nįš hjį Kananum.

Og nś er fariš aš berja ķ bumburnar fyrir žvķ aš rįšast į Ķran! Hvenęr ętlar rangindunum og heimskunni eiginlega aš linna?

Ašeins ein spurning er mér ķ huga: munu ķslensk stjórnvöld enn eina feršina heykjast į žvķ aš tala mįli réttlętis, mannśšar og heilbrigšrar skynsemi ef hinum gešbilušu fyrirętlunum Kanans um aš rįšast į Ķran veršur hrint ķ framkvęmd?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband