Taóismi: trúabrögð fyrir femínista

Fyrir fólk sem finnur til trúhneigðar, en er orðið langþreytt á hinum sífelldlega karl- og hershöfðingjakennda guðdómi kristninnar (sbr. nafngiftir eins og ´Drottinn allsherjar´ sem úir og grúir af í Biblíunni), þá er Taóisminn kínverski mjög spennandi kostur.

Í höfuðriti Taótrúar, hinni ægifögru Bók um veginn, er hvergi talað um Almættið sem karlveru og þaðan af síður sem generál:´Herra´ eða ´Drottinn´ eða önnur slík heiti fyrirfinnast ekki þar. Þess í stað er Almættinu líkt við ljúfa og blíða kvenveru sem fæðir alla hluti og elur önn fyrir þeim líkt og móðir fyrir börnum sínum. ´Hið milda móðurskaut´, ´hin mikla móðir allra hluta´ - slík eru heiti þau er Bókin um veginn sæmir Alvaldið.

Alvaldið, Móðirin mikla, þjónar og annast um en drottnar ekki, og vér mannverurnar erum hvattar til að feta í þau fótspor. Í þessu atriði (þ.e. áeggjaninni til að þjóna en ekki að láta þjóna sér) svipar boðskap Taóismans mjög til ýmissa orðskviða Krists, en sá er munurinn að Kristur nefnir guð sinn alltaf og ævinlega ´Föður´, sem er hvimleitt og fráhrindandi fyrir fólk sem þyrstir fremur (eða a.m.k. jafnhliða) í kvenhlið og móðurpól guðdómsins.

Trúhuga femínistar beggja kynja: sperrið eyrun við boðskap Taóismans!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:)  Er ekki bæði rétt? Þar sem Guð, í hugum flestra trúaðra, er uppspretta alls þá hlýtur hann að vera uppspretta þessarra mjög svo ólíku eiginleika líka þ.e. karl og kven eins og þú talar um þá í blogginu um "vegsemd þess..." Persónulega tel ég að hann sé hafinn ofar öllum mannlegum skilgreiningum en að þessar lýsingar séu leið til að nálgast hann eins og hann birtist í gegnum þessa opinberendur sína.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Swami Karunananda

Þessar deilur um það hvort guð sé karlkyns eða kvenkyns, eða hvorutveggja ellegar hvorugt, mætti ef til vill best leysa með því að greina milli guðs í myndbirtu ástandi annars vegar og ómyndbirtu hins vegar - með öðrum orðum, milli hins ópersónulega absólúta og hins persónulega guðs. Þannig er guð í myndbirtu ástandi sínu (sem persónulegur guðdómur) bæði karlkyns og kvenkyns, en í ómyndbirtu ástandi sínu (sem hið ópersónulega alvald) hafinn yfir alla slíka stimpla og skilgreiningar.

Swami Karunananda, 18.2.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband