28.1.2008 | 17:20
Kristindómurinn í réttu ljósi
Sumt fólk vill meina að kristindómurinn sé dásamlegasta blessun sem mannkyni hafi hlotnast. Sumt annað fólk vill meina að kristindómurinn sé skelfilegasta hörmung sem yfir mannkyn hafi dunið (dæmi um þetta sjónarhorn er hin fremur öfgakennda vefsíða http://www.jesusneverexisted.com/).
Eins og endranær liggur sannleikurinn einhvers staðar þarna í milli. Kristnin er hvorki hreinræktuð blessun né hreinræktuð hörmung, heldur samblanda af hvorutveggja. Því trúarbrögð eru hvorki betri né verri en samsafnaður karakter hinna einstöku ýmist góðu eða slæmu fylgismanneskja þeirra, eins og gildir vitanlega líka um öll önnur mannanna félög, til dæmis þing og þjóðir. Að segja að kristin trú (eða hvaða önnur religjón sem vera skal) sé góð eða slæm trúarbrögð er því álíka greindarlegt og að segja að Alþingi sé gott eða slæmt þing, eða að kínverska þjóðin sé góð eða slæm þjóð.
Athugasemdir
Ég held það sé afskaplega erfitt að breyta innræti fólks með utanaðkomandi hugmyndafræði. Það er alla vega mín meining.
Þarfagreinir, 29.1.2008 kl. 00:43
Sammála. Það er ekki hugmyndafræðin sem veldur innrætinu, heldur innrætið sem veldur hugmyndafræðinni.
Swami Karunananda, 29.1.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.