Hví eru kristni og búddasiður svo lík sem raun ber vitni?

Í síðasta bloggi mínu veik ég í upphafi máls míns að þeim sláandi líkindum sem eru að finna milli orðskviða tveggja helstu trúarbragðastofnenda mannkynssögunnar, Kristi og Búdda.

En hvernig stendur eiginlega á þessum og öðrum merkilegum svipleikum milli þessara tveggja religjóna? 

Ýmsir hafa leitt getum að því að um verkan annarra þessara trúarbragða á hin sé að ræða (og þá fremur áhrif búddismans á kristnina en öfugt, þar sem búddisminn er eldri).

Ég tel aftur á móti að það sé allt eins sennilegt að líkindin stafi einfaldlega af því að hjarta og andi manneskjunnar séu alltaf söm við sig, hvort sem er í Indlandi á fimmtu öld f.k. eða í Palestínu á dögum Jesú. Andlegur sannleiki sé líkt og ein einasta lind sem spretti fram sjálfstætt á mörgum stöðum í einu án þess að um nokkra blöndun sé að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband