5.1.2008 | 19:10
Misheppnuð - en þó ekki
Ekki þarf langa og stranga íhugun til að sjá að við manneskjurnar erum að flestu leyti mislukkuð sköpun frá sjónarmiði líkamsþróunar.
Hugsið bara málið: við getum ekki hlaupið hratt; við getum ekki flogið; við höfum slæma sjón, lélega heyrn og slælegt lyktarskyn; við höfum engan feld frá náttúrunnar hendi; við höfum engar klær eða vígtennur til að verja okkur með, og þannig mætti áfram telja.
En þrátt fyrir alla þessa líkamlegu annmarka, þá hefur okkur auðnast að leggja undir okkur jörðina með þeim hætti sem engin önnur lífvera hefur komist nálægt frá upphafi vega.
Er ástæðan mögulega sú að við manneskjurnar erum þrátt fyrir allt í besta samhljómnum við hið raunhlíta meginmarkmið þróunarinnar, sem snýst um að útvíkla greind og aðra vitundareiginleika og líkamann aðeins að því marki að hann geti best borið sívaxandi vitund?
Eða eru slíkar hugrenningar bara sveimhugapælingar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.