6.12.2007 | 19:21
Snilld, snilld, snilld!
Nýverið festi ég kaup á eðalgrip miklum: geisladisknum ´The Byrds Play the Songs of Bob Dylan.´ Þarna er (eins og sjá má af titlinum) að finna tuttugu túlkanir hinar þjóðsagnakenndu fólkrokksveitar The Byrds á lögum snillingsins Bob Dylans.
Eitt lag greip mig sérstaklega sterkum tökum, en það er hin lítt þekkta lagasmíð ´Paths of Victory´, samin árið 1963. Útgáfa The Byrds af lagi þessu er hreinlega stórkostleg, og myndi ég mæla með því að lesendur festi kaup á plötunni bara til að heyra þetta eina lag!
Ekki er ég fjarri því að The Byrds hafi með téðri upptöku stofnað nýjan stíl sem kalla mætti ´gospelrokk´. Því laglínan er mjög í anda bandarískra blökkusálma, og textinn er (eins og svo ótal margir textar Dylans að gömlu og nýju) trúarkvæði út í gegn.
Þá er ekkert að vanbúnaði að birta textann lesendum þessa bloggs. Takið sérstaklega eftir hinni meistaralegu notkun Dylans á ýmsum minnum úr bandarískri alþýðutónlist (og þá einkum og sérílagi blúss og gospels), svo sem ánni (tákn fyrir Guð eða hið andlega) og lestinni (symból fyrir Hjálpræðið) - að ógleymdum blæstri vindsins, sem er notaður hér, eins og í einhverju þekktasta kvæði Dylans, ´Blowin´ in the Wind´, sem tákn fyrir náð Guðs (giska ég á - og er það nokkuð ýkja fráleitt gisk?). En textinn hljóðar annars svo:
Trails of troubles, roads of battles.
Paths of victory we shall walk.
The trail is dusty and my road it might be rough
but the better road´s a-waitin´ and boys it ain´t far off.
I walked down by the river, I turned my head up high
and I saw that silver lining that was hanging in the sky.
Trails of troubles, roads of battles.
Paths of victory we shall walk.
The evening dust was rolling, I was walking down the track
there was a one-way wind a-blowin´, it was blowin´ at my back.
The evening train was rolling, the humming of its wheels
told me of a better day as a looked across the fields.
Trails of troubles, roads of battles.
Paths of victory we shall walk.
The trail is dusty, the road it might be rough
but the good Lord is a-waitin´ and boys He ain´t far off.
Trails of troubles, roads of battles.
Paths of victory we shall walk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.