Syndin er leiðin til sáluhjálpar

Andstætt því sem þermiheldnir (anal-retentívir) siðapostular vilja iðulega meina, þá er leiðin til að vinna bug á ´syndinni´ ekki sú að hafna henni, heldur þvert á móti að velta sér uppúr henni þar til maður fær ógeð á henni.

Heimfærum þetta lögmál uppá einn útbreiddasta og jafnframt siðlausasta ósið vorra tíma: kjötát. Bersýnilega tjóir ekkert að messa yfir hausamótunum á fólki til að fá það til að leggja af þennan illa vana. Barnið verður sjálft að brenna sig á hellunni til að því skiljist að heitrarhellusnerting er óheillavænleg.

Því segi ég við alla sem enn eru ánetjaðir kjötgúffunarósvinnunni: Étið og étið ket!  Étið heilu bílfarmana af keti! Étið heilu skipslestirnar af keti! Étið ket þar til það lekur út úr eyrum ykkar! Étið ket þar til ykkur liggur við að æla! Étið og étið nógu djöf . . . mikið af keti!

Og síðan, einn morguninn, mun djarfa fyrir þeim dýrðardegi að þið getið ekki hugsað ykkur að troða ketandstyggðinni upp í gúlann lengur. En um þetta er þarflaust og gagnslaust að ræða. Fyrst er að syndga nógu andsk . . . duglega og ærlega; syndga af öllum kropps og sálar kröftum - svo er að verða dýrlingur og heilagmenni. Það er lögmál allrar siðferðisþróunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafþór H Helgason

Það gæti verið eitthvað til þessu alla vega er þýska mannætan orðin að grænmetisætu.

Hafþór H Helgason, 2.12.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband