26.11.2007 | 18:01
Heimsins mesti músíkant?
Hvimleiđ er sú hneigđ nútímans ađ einblína á fátćkt ţá sem hrjáir stóran hluta indversku ţjóđarinnar, en sjá ekki hiđ forna indverska menningarundur.
Fjarri er ţađ mér ađ reyna ađ klóra yfir ţau geigvćnlegu efnahags- og félagslegu vandkvćđi sem indverska ţjóđin á viđ ađ etja á vorum dögum. Fyrir mér vakir einungis ađ andćfa ţví ađ menn láti sér hina indversku eymd svo í augum vaxa ađ ţeim yfirsjáist hin stórkostlegu afrek Indverja í aldanna rás í heimspeki, bókmenntum og listum. Ţetta vćri líkt og ađ kinnoka sér viđ ađ hlusta á Bach sakir ţess ađ nazistar réđu eitt sinn ríkjum í ćttjörđ hans, Ţýskalandi!
Annars er ţađ ekki ćtlan mín međ ţessari stuttu bloggfćrslu ađ fara útí menningarsögu. Einvörđungu hyggst ég vekja athygli á einum stórfenglegasta holdgervingi hins forna indverska menningaranda á vorum tímum. Heitir sá hinu ábúđarmikla nafni Hariprasad Chaurasia.
Hljóđfćriđ sem ţessi mikli höfuđsnillingur leikur á nefnst á indversku máli bansuri, sem ţýđir bókstaflega ´bambusflauta´. Hljómfćri ţetta er ađ öllum líkindum eitt óbrotnasta og ósófistikerađasta instrúment í víđri veröld: ađeins aflangur sívalningur mjór međ einu einasta gati.
En slíkt er geníalítet Chaurasias ađ jafnvel međ ţetta sára-einfalda hljóđfćri sem bambusflautan er ţá tekst honum ađ galdra fram músík sem á varla sinn líka á jörđu ţessari: flókin, margbrotin, djúp, andleg, unađslega melódísk, undra-háfleyg og ljómandi af nánast algerlega óbeisluđu hugmyndaflugi. Hiđ síđarnefnda (ţ.e. hiđ óbeislađa hugmyndaflug) kemur hvađ best í ljós í birtu ţeirrar stađreyndar ađ ég á samanlagt hátt í fimmtíu klukkutíma af tónlist međ Chaurasia, en aldrei hef ég rekist á hann hjakka í sama farinu ţótt ekki sé nema í nokkrar mínútur.
Ađ mér vitandi er tónlist Chaurasias hvergi fáanleg í plötuverslunum hérlendis (sem ţarf ekki ađ koma á óvart, ţar sem söluvinsćldakapphlaupiđ tröllríđur öllu í plötusölu frónskri), en hćgt er ađ fá mestallt sem séníiđ hefur tekiđ upp á hinni frábćru Amazon - netverslun.
Ađ lokum ţetta: ef ég ćtti ađ beina fólki á einhverjar sérstakar upptökur međ Chaurasia til ađ hefja stúderingu á hinni óviđjafnanlegu tónlist hans, ţá myndi ég benda á dúetta sem hann tók upp međ öđrum indverskum snillingi, santúr-leikaranum Shiv Kumar Sharma (en hljóđfćriđ er hann leikur á og átti reyndar öđrum fremur ţátt í ađ hefja upp til virđingar sem instrúment í indverskri klassík, hinn áđurnefndi santúr, er nokkurs konar klukknaspil, upphaflega ćttađ úr Kasmír). Ađeins tvö orđ hćfa upptökum ţessum: himneskir töfrar!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.