18.11.2007 | 16:49
Aurinn fólki framar
Í þessu blessaða samfélagi voru er það gegnumgangandi ósvinna að meta fé umfram fólk.
Berið bara saman kjör fólks sem starfar í fjármálageiranum annars vegar og umönnnargeiranum hins vegar. Fyrrnefndi hópurinn rakar saman fé meðan þeim síðarnefnda er skammtaður lortur úr lófa.
Og berið aukinheldur saman dómsúrskurði í ofbeldismálum (nauðgunum, líkamsárásum, sifjaspellum, o.frv.) annars vegar og auðgunarbrotum hins vegar. Síðarnefndi brotaflokkurinn hlýtur iðulega mun þyngri refsingar en hinn fyrrnefndi - sem sagt: mammon ofar manneskjum.
Ekki verður horft framhjá þeirri staðreynd að starfsfólk fjármálageirans er í yfirgnæfandi mæli karlkyns, en ummönnunargeirinn er að langmestu leyti skipaður kvenfólki. Er hinn hróplegi og með öllu óréttlætanlegi munur á launakjörum þessara tveggja stétta ekki bara enn eitt dæmið um þá rótgrónu kvenfyrirlitningu sem enn gagnsýrir samfélag vort, jafnvel á þessum tímum meints kynjajafnréttis?
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.11.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.