Risinn Ravi Shankar

Indverska sítargođiđ Ravi Shankar hefur átt hug minn allan undanfariđ. Nýveriđ áskotnađist mér mikill merkisgripur međ tröllinu: tíu geisladiska pakki sem ber heitiđ ´A Journey Through His Music´. Og ţarna er ađ finna hvern performansinn öđrum snilldarlegri.

Varla er til sú kennd eđa stemmning er bćrst getur í mannlegu brjósti eđa anda sem ţessi mikli meistari getur eigi galdrađ fram. Hann getur veriđ dökkur og drungalegur, blíđur og angurvćr, bjartur og sólríkur, tregafullur og harmţrunginn, léttur og leikandi o.fl. Og yfir vötnum svífur dásamleg melódík og taktrćn sófistikering (ţökk sé frábćrum töbluleik (en tabla er tromman sem iđulega er leikiđ á í norđur-indverskri klassík) fylgimanns Shankars til margra áratuga: Alla Rakha).

En ţótt ótrúlegt megi virđast ţá er Ravi Shankar, ţrátt fyrir allt sitt yfirmáta geníalítet, ekki besti sítarleikari sögunnar. Ţann titil hlýtur ađ mínu mati Bengali nokkur, sem lést sorglega langt fyrir aldur fram fyrir nokkrum árum. Mađur ţessi bar nafniđ Nikhil Banerji, og var hreint út sagt guđdómlegur músíkant. Upptaka sem ég á međ honum sem tekin var upp á tónleikum í Bombay áriđ 1965 er líkast til besta tónlist sem ég hef á ćvi minni heyrt (og ţá er ekki svo lítiđ sagt, ţví ég hef í áranna rás hlustađ á ógrynni músíkur frá öllum heimshornum af öllum hugsanlegum stćrđum og gerđum). Nefnd konsertupptaka er rúmlega tveir og hálfur tími af alsćlu!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má geta ţess ađ Norah Jones er dóttir hans! Fullt nafn hennar er Geethali Norah Jones Shankar.  Frábćrt tónlistarfólk.

Auđur Styrkársdóttir (IP-tala skráđ) 13.11.2007 kl. 09:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband