Martinus - merkasti heimspekingur sögunnar

Lesendur kærir! Ef ykkur fýsir að vita hvernig veruleikinn artar sig í stóru sem smáu, fleygið þá öllum trúar-, heimspeki, vísinda- og skáldritum, og hakkið í ykkur verk snillingsins danska Martinusar.

Í hverju er galdur þessa mikla andans jöfurs fólginn? Einkum í tvennu: í fyrsta lagi leikandi léttum og auðskildum, en þó oft á tíðum ljóðrænum stíl, og í öðru lagi nánast ofurmannlegri dýpt og dirfsku í hugsun.

Höfuðverk Martinusar, ´Livets Bog,´ rituð meðan vitfirring seinni heimsstyrjaldar óð yfir veröldina, er rúmlega 1200 blaðsíður af ótrúlegustu speki sem rituð hefur verið hér á Jörðu hér. Hver einasta blaðsíða er opinberun!

Meira get ég ekki sagt um dýrðir þessa stórbrotna hugsuðar. Lestur rita hans einn mun sannfæra lesendur um það, að hér er á ferðinni einn þroskaðasti og prófúndískasti andi sem mannkynið hefur getið af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband