Við erum í helvíti!

Eftir því sem ég vex að þroska og visku þá verður sú staðreynd sífellt skýrari í höfði mínu að lífið hér á Jörðu sé helvíti.

Eða hvað skal annað halda um stað þar sem svo ótal margt fólk er ýmist bæklað eða fatlað eða lamað eða hreyfihamlað eða blint eða heyrnarlaust eða ljótt eða þroskaheft eða örkumlað eða vannært eða stríðshrjátt eða ofbeldi beitt eða útlimsvana eða geðsjúkt eða þrælkað eða örbirgð-við- búandi eða náttúruhamfaraþjakað o.s.frv., o.s.frv.?

Og þótt svo agndoflega vilji til að einhverri sálu auðnist að skakklappast ævistíginn án þess að hrapa ofan í fúafen einhverra ofangreindra hörmunga, þá fær sú manneskja ekkert að launum annað en að falla ofan í daunillt dýki ellinnar, með tilheyrandi stirðleika, heilsubresti og sídvínandi lífsþrótti.

Er það nokkur furða að haft sé eftir meistara Búdda að allt undir sólinni sé þjáning?

En hið allra-allra grábölvaðasta er hve stór hluti hroðans, sem við blasir hvert sem litið er á þessu jarðskrifli, væri tálmanlegur mannlegum mætti, ef aðeins viljinn væri fyrir hendi. Ef við gætum aðeins hunskast til að vera örlítið betri hvert við annað, þá þyrfti lífið á þessum hnetti kannski ekki að vera alveg svona botnlaust svartnætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt minni trú er helvíti lífsástand en jú, vissulega er jörðin heimur þjáningar. Það er svo okkar að bæta úr því. Tékkaðu á þessu: http://www.simnet.is/isrit/SGI/heimar.htm

Theodór (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Swami Karunananda

Kæri Teodór,

Þökk fyrir að benda mér á þessa síðu um heimana tíu - þetta er fasínerandi stöff!

Swami Karunananda, 7.10.2007 kl. 21:14

3 identicon

Já, njóttu vel. Það er fleira áhugavert þarna á síðu SGI á Íslandi, vonandi hefur þú gaman af.

Theodór (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband