Lesið Kóraninn

Kóraninn er ósköp einfaldlega eitthvert fegursta og háleitasta helgirit heimsins.

Þeir ofsatrúarvitleysingar íslamskir sem leita fólaskoðunum sínum stoð verða að vísa í annað en Kóraninn. Hvergi í Kóraninum er minnst á að konur skuli undirokaðar eða heilagt stríð háð gegn óvinum trúarinnar. Afturámóti er mjög víða í Biblíunni hvatt til kvennakúgunar sem og stríðsreksturs gegn fjandmönnum Guðs útvöldu þjóðar.

Kóraninn er yfirleitt talinn ritaður á einhverju stórbrotnasta tungutaki sem nokkurt rit hefur verið bókfest á í skráðri sögu mannkyns. Af þeim sökum er hann iðulega álitinn óþýðanlegur af þeim sem til þekkja. Ekki get ég dæmt um þetta, þar sem ég kann því miður ekki arabísku, en hitt veit ég að snillingurinn Helgi Hálfdánarson hefur snarað Kóraninum yfir á gullfallega íslensku. Sú þýðing er fáanleg víða á almenningsbókasöfnum hérlendis.

Ég lýk þessum pistli með því að brýna áeggjan þá sem felst í titli hans : Lesið, lesið, lesið Kóraninn - og undrist fegurð hans og víðsýni!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband