12.7.2007 | 16:54
Hvķ deyjum viš?
Hvķ deyjum viš?
Ķ sem skemmstu mįli mį segja aš viš deyjum til aš:
1) Foršast aš Jöršin yfirfyllist af fólki. Mannfjöldasprengingin er nś žegar eitt stęrsta vandamįl samtķšarinnar. Getiš žiš ķmyndaš ykkur hve óendanlega miklu meiri vandi vęri į ferš ef enginn dęi til aš rżma fyrir nżjum jaršbśum? Žarna kemur daušinn og hin eftirfylgjandi lķkrotnun til bjargar.
2) Sįlin hljóti nżjan og betri bśning žegar sį gamli er hęttur aš vera nothęfur. Óskemmtilegt vęri žaš meš meiru ef manneskjan žyrfti aš sitja uppi meš gamlan, feyskinn og śrsérgenginn lķkama um alla eilķfš. Ef segja mį aš ellin sé sjśkdómur, žį er daušinn lękningin!
3) Viš getum öšlast sem rķkasta og fjölbreytilegasta reynslu (gegnum hringrįs dauša og fęšinga, ž.e. endurholdgun). Plan Gušdómsins meš hvert og eitt okkar er aš kenna okkur, gegnum hina fimbullöngu jaršvistagöngu, aš nį jafnvęgi ķ öllum hlutum. En til žess aš nį slķku jafnvęgi veršum viš aš reyna og upplifa andstęšur tilverunnar. Žaš er til dęmis ekki hęgt aš nį hinu ęskilega jafnvęgi milli kven- og karlžįtta ķ sįlinni nema upplifa žaš margoft aš vera żmist karl og kona ķ lķkamlegum skilningi. Og um ašrar sįlareigindir er įžekkt upp į teningnum. Ef engin vęri daušinn myndum viš aldrei endurfęšast, og ef engin vęri endurfęšingin yrši reynsla okkar einhliša og ķ ójafnvęgi. Ef manneskjan į sér ašeins eitt jaršlķf, eins og er landlęgur ósišur ķ vestri aš įlķta, žį gefur augaleiš aš viš getum aldrei öšlast tķttnefndan sįlarbalans. - Viš veršum aš prófa aš vera kona, og karl, og barn, og foreldri, og heilsuveil, og hraust o.s.frv. oft og tķtt og margoft. Ašeins žannig nęst hiš eftirsóknarverša jafnvęgi allra hluta ķ sįlartetrinu.
4) Veita oss hvķld frį streši og ströggli jaršlķfsins. Ekki aš ósekju hefur daušinn veriš kallašur “svefninn langi“. Svefninn er hvķld frį amstri og įhyggjum vökuheimsins, og į nįkvęmlega sama hįtt er daušinn frišarhöfn milli sjóveltings jaršvistanna.
Žį höfum viš svaraš einni erfišustu og mikilvęgustu gįtu sem mašurinn hefur spurt sig frį žvķ ķ įrdaga tegundarinnar. Og sjį! svariš er svo naušaeinfalt aš žaš žarf sérstakan aulahįtt til aš koma ekki auga į žaš. Og žannig er žvķ einmitt fariš meš allan mikinn sannleika.
Athugasemdir
Mikil er trś žķn kęri Kįri. Ekki ętla ég aš draga śr henni, en leyfi mér ašeins aš trśa atriši 1.
Sigurjón, 19.7.2007 kl. 00:14
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.