30.6.2007 | 20:52
Spekingar spjalla - góšlįtleg įdeila
Spekingar spjalla
Nś žegar sól nżrrar aldar er risin fyrir nokkru er ekki śr vegi aš fara stuttlega yfir višburšarķka vitsmunasögu lišinnar aldar og velta fyrir sér hvaš įunnist hafi ķ barįttu ljósbera menntanna viš myrkur fįviskunnar. Ķ žvķ skyni hóušum viš saman hópi valinkunnra hugsuša śr żmsum markveršustu žekkingargeirum 20. aldarinnar. Haldiš var į veitingastašinn “Le Snobbé“ ķ mišbę Reykjavķkur og mįlin reifuš yfir gómsętri nautasteik og höfugu raušvķni. Og ekki veršur annaš sagt en aš andagiftin hafi gneistaš og sindraš žessa kynngimögnušu kvöldstund.
Doktor Loftur Laufbrį, fulltrśi listfręšinga:
Diskurinn. Hringlaga, įn śtgönguleiša. Žetta er lokašur, verndašur heimur žar sem engum er undankomu aušiš og atburšir endurtaka sig ķ sķfellu ķ endalausri hringrįs įn upphafs né markmišs. Hringlaga lögun disksins minnir einnig į sólina, lķfsgjafa alls, ķmynd hins Hęsta, hins ęšsta veruleika. Žetta er ódįinsgaršurinn ķ fašmi Föšurins, Eden fyrir syndafalliš, fyrir daušann og kvalafullan straum ófyrirsjįanlegs sķbreytileikans. En ekki er allt meš felldu. Steikinni blęšir. Hśn er ķmynd holdsins, hins holdlega Adams ķ manninum, sem lengir eftir frelsinu: frelsinu til aš haga lķfi sķnu aš vild, jafnvel žótt žaš sé į kostnaš ódaušleika og eilķfrar sęlu.
En eru ekki fleiri vķddir ķ sjónmįli? Glasiš sem stendur hnarreist fyrir utan diskinn, handan föšurhandar almęttisins; fullt af raušvķni, tįknmynd hjartablóšs bandingjans ķ Edengarši. Raušvķnsglasiš er symból hins stolta frelsis sem hvergi finnst nema ķ sķstreyminu, ķ hringišu breytinganna. Glasiš er opiš ķ annan endann en diskurinn lokašur allan hringinn, sem tįknar aš tķmanlegt frelsiš er opiš fyrir breytingum og ófyrirséšum atburšum, en eilķft helsiš ekki. En frelsiš er beiskjublandiš: raušvķniš klįrast fljótt, hinstu dreggjarnar eru drukknar og koma aldrei aftur. Breytileikinn fęšir alltaf af sér dauša; žaš er hiš hryggilega gjald sem greiša žarf fyrir frelsiš. Listamašurinn er aš stilla upp hinum eilķfu og óafmįanlegu andstęšum daušleika og ódaušleika, frelsis og ófrelsis og bżšur okkur aš velja į milli, įn žess žó aš kveša sjįlfur upp neina dóma.
Eša hvaš? Listaverkiš er margrętt og žrungiš duldum vķsunum. Lįrvišarlaufiš į steikinni er žaš ekki lśmskt tįkn žess aš listamašurinn “krżni steikina sigurvegara“ og taki žvķ afstöšu meš frelsi og daušleika? En hvaš skal žį segja um sósuslettuna žarna į disknum sem er ķ laginu eins og munnur bendir hśn ekki til žess aš óbreytileg eilķfšin brosi mót įhorfandanum, og sé žvķ hyggilegra val?
Sennilega fęst žó engin įkvešin nišurstaša śr slķkum vangaveltum. Verkiš varšveitir hinn dįsamlega óręša leyndardóm sinn, eins og allri sannri list sęmir, og įhorfendum er lįtiš eftir aš dęma um bošskap žess. En aušvitaš kemur ekki til mįla aš ég fari aš hrófla viš žessari snilld meš žvķ aš leggja mér hana til munns!
Sir Babble Stuffing, fulltrśi rökgreiningarheimspekinga:
Endemis žvašur er žetta. Žś notar hugtök ķ algöru sinnuleysi, įn žess aš hafa nokkuš fyrir žvķ aš rannsaka žau ofan ķ kjölinn og skera śr um hver žeirra eru merkingarbęr og hver ekki. En žetta er žvķ mišur ašeins endurspeglun hins sorglega hugsunarleysis sem heita mį algilt ķ hversdagslegri mįlnotkun. Tökum sem dęmi žessi fyrirbęri sem ég sé hér į diskinum mķnum. Žau eru göfguš ķ daglegu tali meš samheitinu “matur“. En hvaš er eiginlega “matur“? Hefur žaš nokkra merkingu? Vķsar žaš til nokkurs ķ veruleikanum?
Til žess aš skera śr um žetta skulum viš velta fyrir okkur orši į borš viš “regn“. Orš žetta hefur skżrt skilgreinda merkingu: “vatnsdropar sem falla til jaršar śr skżjunum“. Auk žess vķsar žaš til įkvešins afmarkašs fyrirbęris ķ heiminum, sem hęgt er aš įkvarša hvort til stašar er eša ekki meš einfaldri empirķskri athugun: mašur dregur bara gardķnurnar frį glugganum. Allt öšru mįli gegnir um hugtakiš “matur“. Žaš hefur enga fastneglda merkingu ašra en “hvašeina annaš en drykkir -jį, hvaš skyldi žaš hugtak svo sem eiga aš žżša? En sleppum žvķ aš sinni og lįtum gęsalappirnar nęgja “hvaš eina annaš en drykkir sem menn kunna aš lįta ofan ķ giniš į sér, og lķkaminn er fęr um aš vinna nęringu śr.“ Morgunljóst mį vera aš samkvęmt žessari skilgreiningu vķsar hugtakiš “matur“ ekki til neins įkvešins fyrirbrigšis ķ veröldinni, žvķ žeir hlutir sem nógu litlir eru til aš komast upp ķ trantinn į fólki eru aušvitaš fleiri en hżenur į hręi, og engar hömlur į getu skrokksins til aš kreista nęringu śt śr hér um bil öllu žvķ sem gegnum hann žvęlist. Ég get žvķ ekki meš nokkru móti fallist į aš žaš sem augu mķn nema į diskinum sé “matur“ frekar en blómin hér į boršinu, eša kaktusinn ķ gluggakistunni heima hjį mér. Hugtakiš er tómt og stafar af misnotkun į tungumįlinu.
Til žess aš segja eitthvaš merkingarbęrt um fyrirbęrin į diski mķnum veršur fyrst aš setja fram fullyršingu um sannreynanlegar empirķskar stašreyndir, svo sem: “Į diskinum į boršinu viš austasta gluggann į matsölustašnum “Le Snobbe“ ķ Reykjavķk į Ķslandi eru vissar efnablöndur (hverra samsetningu veršur aušvitaš aš tilgreina nįkvęmlega, žótt ekki sé mér žaš kleift į žessari stundu).“ Sķšan žarf aš žżša žessa stašhęfingu į tįknmįl setningarökfręši til aš skera śr um sannleiksgildi hennar į grundvelli rökgreiningar setningavensla. Gefum okkur aš S sé stašsetning ķ rśmi, E efnablöndurnar ótilgreindu, D diskurinn, A austasta boršiš, M matsölustašurinn “Le Snobbe“, R Reykjavķk og Ķ Ķsland. Žį ętti setningin aš hljóša einhvern veginn svona į merkingarbęru formi: S├ (D & A & M & R & Ķ ≡ E). Ekki get ég nś séš ķ fljótu bragši hvort setningin žessi telst sönn, en nokkurra mįnaša yfirlega yfir setningatengjunum ętti aš leiša hiš rétta ķ ljós.
En sem sagt: fyrr en menn nį sönsum, hętta aš blašra um heilaspuna sem enga merkingu hefur og taka aš beita ašferšum rökgreiningar į öll višfangsefni, žį neita ég aš hafa nokkuš meš žennan svokallaša “mat“ aš gera!
Doctor Cranky Featherhead, fulltrśi póstmódernķskra nżfemķnista:
Ég tek undir meš sķšasta ręšumanni, en žó į allt öšrum forsendum. Vissulega er oršiš “matur“ tómt og innihaldslaust ķ ešli sķnu, firrt öllum hlutlęgum veruleik. Hugtök okkar komast ekki śt fyrir oršręšuna , og oršręšan mótast ętķš af félagslegum višmišum hvers tķma. Žaš er žvķ frumhlutverk fręšimannsins į okkar vķšsżnu og upplżstu tķmum aš afhjśpa oršręšuna; fletta ofan af hefšbundinni merkingu oršanna, sem išulega er afurš kvennakśgunar og rasisma myrkari alda. Ķ stuttu mįli veršum viš aš afbyggja.
Beitum nś žessari ašferš į hugtakiš “mat.“ Ófögur er sś mynd sem žį blasir viš. Ķ fyrndinni, į gullöld mannkynsins, žegar Guš var kona, męšraveldiš var allsrįšandi, og blķšlyndi, umhyggja og jafnręši höfšu enn ekki žurft aš žoka fyrir grimmd, hernašaręši og valdapżramķdum fešraveldisins, žį var aušvitaš ekki til neitt sem hét “matur.“ Mannkyniš lifši algerlega frjįlsu og óžvingušu lķfi ķ nįttśrunnar skauti og saddi hungriš žegar aš svarf meš žvķ sem hendi var nęst, įn žess aš flokka nęringuna nišur ķ karllęgar mįlsmķšar į borš viš “mat“ eša “fęšu.“ En žegar fešraveldiš tók aš żfa sinn ljóta haus og leggja į rįšin um aš bola burt męšraveldinu, žį var eitt fyrsta og įhrifamesta kęnskubragš žess aš spinna upp hugtakiš “mat.“ Žar meš var bśiš aš skapa įkvešna, eftirsótta félagslega afurš sem sķšan var hęgšarleikur aš tildra upp ķ kringum alls kyns forréttinda- og stigveldiskerfum, sem vitanlega voru įvallt snišin körlum ķ hag. Aš “skaffa mat“ varš viršingarmesta išja samfélagsins, og žar sem fešraveldissamsęriš kom mįlum svo ķ kring aš kjöt varš hęst metni “maturinn“ voru žaš aš sjįlfsögšu karlarnir, veišimennirnir, sem “sköffušu mest og best, “ miklu betur en kerlingarnar sem bįru enga merkilegri björg ķ bś en ber og seigar rętur.
Žetta varš upphafiš aš žvķ hvernig blóšžyrstu og sišlausu fešraveldinu tókst aš svķnbeygja undir sig męšraveldiš, en sś sorgarsaga er of flókin til aš hana tjói aš rekja hér nįnar. Žaš nęgir aš benda į aš žetta rangsnśna kśgunarhugtak “matur“ er enn ķ dag spriklandi og sprelllifandi, og ómennskuandi žess hefur nįš aš gagnsżra allt sem undir žaš fellur. Tökum sem dęmi steikina hér į diski mķnum. Hvers vegna alltaf nautasteik? Af hverju er nautakjöt įlitiš lostęti en kżrkjöt óęti, og kżrkjötiš žar aš auki uppnefnt “beljukjöt“? Žetta er aušvitaš ašeins enn eitt dęmiš um svķviršilega fyrirlitingu fešraveldisins į öllu kvenkyns, hvort sem žaš er meš tvęr lappir eša fjórar.
Ekki kemur semsagt til mįla aš ég lįti annan eins fešraveldisóžverra og žetta bras innfyrir mķnar varir! Ég er farin į fund hjį sjįlfsmyndarstyrkingarhópnum mķnum.
Herr Professor Heinz Nakopf, fulltrśi Nż-Freudista:
Ég er hjartanlega sammįla žvķ aš viš veršum fyrir alla muni aš foršast aš taka fyrirbęrinu “mati“ sem sjįlfsögšum hlut og innbyrša hann ķ hugsunarleysi. Naušsynlegt er aš velta fyrir sér matnum og żmsu honum tengdum śt frį hlutverki hans sem manngeršum mišli hugmynda um ešli veruleikans. Er žarna flókiš og vķxlverkandi samband į ferš. Hvaš hafa t.d. matarvenjur żmissa žjóša og menningarheima aš segja um hįttu žeirra viš aš skynja veröldina, og hvaša įhrif hafa žessir skynjunarhęttir svo aftur į matarvenjur?
Hefur mér fundist sérstaklega fróšlegt aš forvitnast um tengls matarįhalda menningarheima viš lķfsspeki žeirra. Vestręnar žjóšir nota hnķf og gaffal viš įtiš. Žetta endurspeglast ķ hugsunarhętti Vestursins, sem leggur höfušįherslu į aggressķft og eljusamt višhorf til heimsins. Tilburširnir viš įtiš minna į orrustu: hnķfurinn sker matinn og gaffallinn stingur hann. Meš svipušum hętti skal Vesturlandabśinn keppast viš aš stinga į kżlunum og skera rįšgįturnar til mergjar; meš öšrum oršum aš skilgreina heiminn śt ķ ęsar meš greinandi rökhugsun og berjast viš vandamįlin af öllum kröftum. Žessi hugmyndafręši blandast svo hinum Jśdeó-kristna bošskap um aš mašurinn sé herra sköpunarverksins og eigi aš leggja undir sig eins mikiš af žvķ og honum er unnt. Bošskapur žessi endurspeglast sķšan aftur ķ matarathęfinu, žar sem fólk situr aš snęšingi viš borš beint ķ baki og gnęfir žannig yfir fęšunni, sem gefur ljóslega ķ skyn aš mašurinn sé matnum ęšri, lķkt og öllu öšru hér į jörš.
Ķ įtvenjum austręnna žjóša gętir allt annars skilnings į stöšu mannsins ķ heiminum. Hér nęgir aš taka sem dęmi Kķnverja, sem eru aš flestu leyti austręnasta žjóš austursins. Ķ Kķna eru höfuš-įttólin prjónar en ekki hnķfar og gafflar. Žessi stašreynd į žįtt ķ aš mynda gerólķkt višhorf til lķfsins žvķ sem viš eigum aš venjast ķ Vestri. Aš borša meš prjónum byggist į samvinnu viš matinn og viršingu fyrir honum: ķ staš žess aš hjakka į honum og hluta hann ķ sundur eins og hnķfur og gaffall verša prjónarnir aš laga sig aš lögun hans, og ekki vinna žeir nein spjöll į honum heldur, ólķkt hnķfnum og gafflinum. Nśšlulengjan er óslitin og ógötuš alveg upp aš žvķ andartaki žegar hśn berst upp ķ munninn. Prjónarnir rįšast ekki į matinn heldur lykja um hann, sem vekur ómešvituš hugrenningatengsl viš verndarhlutverk móšurinnar. Žetta prinsipp umhyggju og ašlögunar styrkist enn frekar af žeirri stašreynd aš Kķnverjar sitja ekki viš borš og lķta nišur į matinn lķkt og viš gerum ķ Vestri, heldur sitja žeir į pśšum og bera skįlarnar upp aš munninum enn ein gestśran sem lżsir yfir sįttavilja viš fęšuna: mašur og matur skulu jafnir aš hęš.
Viš höfum žvķ séš hvernig matarvenjur Austurs og Vesturs eiga rķkan žįtt ķ aš móta lķfsvišhorf žessara tveggja menningarheima, og eru svo aftur mótašar af žessum sömu lķfsvišhorfum. Ķ Austri rķkir hiš kvenlęga prinsipp umlukningar og samformunar, ķ Vestri hiš karllęga prinsipp ķhlutunar og yfirdrottnunar. En allt žetta tal hefur heldur rżrt hjį mér lystina ķ mat og langar mig mun meira til aš halda heim og reykja eina góša ópķumpķpu. Ég biš ykkur žvķ aš hafa mig afsakašan.
Professeur Nebulé Banale, fulltrśi menningarfręšinga:
Žaš er skemmtilegt aš hér skuli svo mikiš vera talaš um mat, žvķ svo vill til aš maturinn skipar lykilsess ķ sérfręšigrein minni: “nżfęšuhyggju ķ ljósi póst-kķnematķskra fręša.“ Fręši žessi skiljast žó ekki nema menn hafi einhverja nasasjón af forsögu žeirra, svo ef til vill er rétt aš ég fari örstutt yfir hana fyrst. Kķnematisminn er sś stefna sem mišar aš žvķ aš tślka breytingar į samfélagsstöšu stétta śt frį hreyfingum žeirra upp og nišur viršingarstiga žjóšfélagsins. Žessi fręši voru almennt vištekin ķ rannsóknarsamfélaginu fyrir žremur įrum, en eru nś talin śrelt og hafa vikiš fyrir nżrri stefnu, sem žó er meš vissum hętti framhald fyrirrennara sķns: póst-kķnematismanum. Inntak žeirrar stefnu er aš ekki sé nóg aš rannsaka félagslegar hreyfingar žjóšfélagshópa til aš afhjśpa breytingar į stöšu žeirra heldur verši einnig aš taka miš af huglęgu andrśmslofti samfélagsins, ž.e. hvernig staša hverrar žjóšfélagsstéttar er almennt skynjuš af öšrum hópum hins félagslega veruleika į hverjum tķma.
Nżfęšuhyggjan er svo mitt eigiš persónulega framlag til žessarar umfjöllunar. Hśn er endurskošuš endurvakning fęšuhyggjunnar, sem mikiš var ķ tķsku ķ hittešfyrra og žótti afar byltingarkennd en telst nś algerlega fallin śr móš. Uppistaša fęšuhyggjunnar er sś tilgįta aš drifkrafturinn ķ öllum athöfnum manna sé barįtta žjóšfélagsstétta um yfirrįš yfir oršręšunni um fęšuna, žvķ žeir sem rįši skilgreiningum į matnum móti öll valdahlutföll ķ hinum félagslega veruleika. Žessi kenning er sem fyrr segir ekki talin gild af fręšimönnum nśtķmans, en ég tel žó vęnlegt aš endurvekja hana meš žeirri kenningarlegu višbót aš oršręšan um matinn sé sjįlf hįš oršręšunni um oršręšuna um matinn. Žessa stefnu kalla ég nżfęšuhyggju.
Nišurstöšur rannsókna minna innan ramma nżfęšuhyggju ķ ljósi póst-kķnematķskra fręša eru margvķslegar og margbrotnar, og eru engin tök į žvķ aš lżsa žeim ķ stuttu mįli heldur vķsa ég įhugasömum į fimm bękur sem ég hef skrifaš um žetta efni. Žó mį nefna eitt dęmi um žęr vangaveltur sem hér eru į ferš. Žjóšfélagshópur A telur sér akk ķ aš skilgreina “mat“ sem “glešigjafa,“, žar sem sį hópur į sterkra hagsmuna aš gęta ķ matvęlaišnaši og vill žvķ aš sem mest verši hesthśsaš af mat ķ samfélaginu. Žjóšfélagshópur B telur hins vegar brżnt aš neikvęš skilgreining į mat sé rķkjandi ķ samfélaginu, vegna žess aš sį hópur hefur ķtök ķ tķskuišnašinum, sem žrķfst ekki nema sķfellt sé fyrir hendi nęgt framboš spengilegra stślkna til aš spóka sig į sżningarpöllunum, og žvķ brżnt aš takmarka almenna fęšuneyslu ķ žjóšfélaginu. Bįšir berjast hóparnir fyrir žvķ aš sķn skilgreining verši ofan į ķ oršręšunni um matinn til aš tryggja sér fjįrhagslega velsęld og žar meš völd og viršingu ķ samfélaginu, en hvorugum er žó kunnugt um žau įhrif sem oršręšan um oršręšuna hefur į oršręšuna. Téš įhrif eru hins vegar alltof flókin til aš unnt sé aš tępa į žótt ekki sé nema helstu atrišunum hér og nś.
En ķ ljósi ofansagšs ętti aš liggja ķ augum uppi aš ég get ekki fyrir nokkra muni snert viš matnum hér į disknum. Meš žvķ vęri ég aš taka afstöšu til oršręšunnar, og žaš verš ég sem fręšimašur vitanlega aš foršast eins og heitan eldinn. Hlutleysiš er ofar öllu.
Tyrfingur Žokdal MBA, fulltrśi žekkingarķmyndargęšarįšgjafa:
Virkja ber mannaušinn og hugvit einstaklingsins til aš efla, hlśa aš og tryggja įframhaldandi samkeppnishęfni atvinnulķfsins ķ hnattvęddu žekkingaržjóšfélagi og rafręnu netvišskiptaumhverfi framtķšarinnar. Til žess aš vinna aš framgangi žessa markmišs mun af öllum horfum aš dęma reynast naušsynlegt aš virkja į skilvirkan og hagkvęman hįtt żmsar atvinnuskapandi aušlindauppsprettur sem fram til žessa hafa ekki veriš uppi į boršinu eša heyrst mikiš ķ umręšunni, en sem munu samkvęmt minni skošun verša sķfellt meira įberandi ķ žjóšfélaginu į komandi vikum, mįnušum og įrum.
Svo ég vķki aš minni framtķšarsżn į žessa žróun, žį mun hśn lķklega verša samhliša žeirri vitundarvakningu aš fólk fer aš gera sér sķfellt betri og fyllri grein fyrir žeim beina peningalega og hagręšingarlega hag sem fyrirtęki, heimili, einstaklingar og atvinnulķfiš ķ heild geta haft af hvatastarfi į sviši nżsköpunareflandi upplżsingamišlunar og heildstęšri framsetningu fjįröflunarleiša fyrir samkeppnisašila į vettvangi hugmyndavinnutengdrar žekkingarhagnżtingar. Auk žess er ekki ólķklegt aš sķbętt ašgengi aš hugbśnašarvęddum skrifstofulausnum muni leiša til žess aš rekstrarskilyrt samįbyrgšartenging milli sérhęfša rannsóknaumhverfisins og įtaksverkefna ķ vinnuskilyršamótun į frjįlsum markaši aukist til muna. Góšar horfur eru į aš ofangreind ferli muni ala af sér bętt gegnumflęši langtķmastefnumótunar ķ įhęttufjįrmögnunarašgeršum og stušla žar meš aš auknum sóknarfęrum ķ frumkvöšlastarfi og jįkvęšri śtženslu imyndaržarfa einstaklingsframtaksins ķ einkageiranum.
Rétt er žó aš gleyma ekki vissum varśšarmerkjum sem faglegir veršbréfamatsašilar og sérfręšingar į sviši sjįlfbęrrar fjįrgęšastjórnunar hafa žóst finna ķ loftinu undanfarin misseri. Veršbólguvaxtavķsitölur hafa fariš stighękkandi samhliša gengisfalli į nśvirtu fjįrflęši, en žó ber aš hafa ķ huga aš ef til vill er ekki fyllilega aš marka žessa žróun žar sem reynsla fyrri įra hefur sżnt almenna en žó ekki ótvķręša tilhneigingu ķ žį įtt aš įvöxtunarkröfur fjįrfesta ķ fyrirtękjum hękki eftir žvķ sem meiri markašsleg óvissa er meš framtķšarfjįrstreymiš. Ekki mį heldur falla ķ žį gryfju aš vanmeta viršisaukaįhrif stigvaxandi tregšuženslu sem hugsanlega getur myndast viš tilkomu neikvęšs mótunarferlis markašssvigrśms. Hér verša viškomandi ašilar aš koma aš mįlinu į réttu žróunarstigi og žį er mikilvęgt aš innkoma žeirra verši til sem farsęlastra hagsbóta fyrir įsęttanlega lausn mįlsins.
Ķ stuttu mįli žį er žaš ykkar aš borga reikninginn fyrir matinn. Ég hef ekki lyst į honum, enda lķtil aršvon ķ žvķ aš sitja į afturendanum og troša ķ tślann į sér.
Hreggbaršur Knarrdal, fulltrśi treggįfašra mešalmenna:
(Kjams, kjams). Hvaš er ķ eftirrétt?
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.