Duldir fjįrsjóšir ljóšlistarinnar - fyrsti hluti (bišst afsökunar į leturstęršarbrengli)

                                        Duldir fjįrsjóšir ljóšlistarinnar

 

-Djśpsę bókmenntafręšileg greining į hinu leynda heimsósómakvęši “Bķ, bķ og blaka”.

 

    “Į hvaš dżrast allra djįsna skķn / oft dylur nįlęgš okkur sżn,” orti skįldiš, og vķst mį žau vķsdómsorš til sanns vegar fęra. Hve glįmskyggnir erum vér fįvķsir mennirnir ekki į mörg ómetanleg veršmęti vegna žess eins aš žau liggja beint fyrir framan nefiš į okkur, ķ staš žess aš mara einhvers stašar ķ fjarlęgum og ógreinilegum hyllingum draumsins, žangaš sem vonirnar og feguršaržrįin einatt leita į kostnaš žess sem nęrtękara er og aušhöndlanlegra! Skömm er aš og til ómęlanlegs tjóns fyrir andlega aušlegš vora. Hér veršur tekiš fyrir eitt dęmi af žessum toga: hin sķgilda ķslenska barnagęla “Bķ, bķ og blaka”. Ótal męšur hafa raulaš žessa tilsżndum óbrotnu og einföldu vķsu viš rśmskör barna sinna, ķ fullkominni vanžekkingu um hina djśpsęrri og listręnni žżšingu žessa lżrķska gimsteins. Hefur žessi sorglega blinda į hulda snilld kvęšisins jafnvel nįš inn fyrir rašir žeirra sem sķst skyldi, hinna lęršu bókmenntaspekinga vorra, en engum žeirra hefur hingaš til žótt įstęša til aš beita djśpskyggnum og skarpvitrum greiningartękjum sķnum į žennan yfirséša og vanmetna gimstein. Nś mun hins vegar loks bragarbót gerš žar į! Verša lķnur hins misskilda meistaraverks hér teknar til athugunar hver fyrir sig og hinir fjölslungnu žręšir sem tvinnast saman ķ hverju orši vandlega raktir ķ sundur og kastlżstir.

Hefjumst žį handa į upphafslķnunni:

 

            Bķ, bķ og blaka.

 

            Žegar ķ žessum knöppu byrjunaroršum er tjaldinu kippt eldsnöggt frį og sjįlf kvika kvęšisins opinberast okkur ķ allri sinni mekt. Hér er mögnuš og margbrotin symbólķk į ferš. “Bķ-bķ“ er er augljós vķsun ķ söngfugl į grein; oršiš “blaka“ er bersżnilega stytting į “lešurblaka“. Žarna er žvķ stillt upp tveimur fimbulandstęšum: annars vegar  söngfuglinn, “žröstur minn góšur,” hinn saklausi, góšlįtlegi og frķši vorboši, sem unir sér best ķ bjartasta dagsljósi, tyllir sér į gręna grein ķ laufgušum lundi og glešur hjörtu og glęšir įstarfuna meš unašsrķkum, mildum og ómžżšum söng. Hins vegar lešurblakan, vampżran (margžętt vķsun ķ menningarminniš um Drakśla), žessi myrka, dularfulla og ófrżnilega vęngjaša mśs, sem pukrast alla daga innķ dimmum og drungalegum hellum, og stingur forljótu trżninu ašeins śt ķ bleksvartasta nęturhśmi, og žį ķ žeim eina tilgangi aš leita uppi grunlaus fórnarlömb til aš sökkva vķgtönnunum ķ og sloka śr lķfsvökvann af grimmdarlegri gręšgi. Ķ žessum tveimur hnitmišušu, eitilskörpu og vekjandi tįknum eru žvķ kynnt til sögunnar reginöflin tvö sem kvęšiš hverfist um; erkifjendurnir sem berjast biturri og blóšugri barįttu um sįlu kvešandans – dirrindķ mót dreyradrekk, hiš bjarta gegnt hinu dökka; įstin gagnvart daušanum; illmennskan andspęnis öšlingsskapnum.

            Snśum okkur žį aš nęstu lķnu:

 

            Įlftirnar kvaka.”

 

            Žarna er sjónarhorninu skyndilega rykkt frį sįlarfylgsnum kvešandans og žaš vķkkaš ķ yfirgripsmiklar menningarlegar, sögulegar og trśfręšilegar vķddir. Aftur stżra margręšur symbólismi og stórbrotiš myndmįl feršinni. “Įlftirnar” falla augljóslega inn ķ flugveruminniš sem heita mį nk. Leitmotif kvęšisins, og tengjast žvķ hinum strķšandi kröftum fyrstu lķnunnar meš beinum hętti.  Hver eru einkenni įlftarinnar? Jś, hśn er drifhvķt, ķmynd sakleysis. Hśn flżgur heimshornanna į milli, og nęr hęrri hęšum į feršum sķnum en nokkur annar fugl. Hśn syngur fagurt śr fjarska, en žegar nęr dregur reynist söngur hennar rammfalskur og eyrnamisžyrmandi. Bersżnilegt ętti aš vera af öllu ofangreindu hvaš įlftatįkniš ķ kvęšinu felur ķ sér: žaš eru kirkjunnar žjónar sem žarna standa strķpašir fyrir sjónum okkar. Kragar žeirra eru jś drifhvķtir og ķmynd žeirra sömuleišis; žeim er ętluš sś hugsjón aš leitast viš aš fljśga ķ sįlu sinni alla leišina upp til himinhęša og breiša bošskapinn sem žeir nema žar um vķša veröld; en žótt geršir žeirra séu blķšar, hreinar og fagrar įsżndum śr fjarlęgš, žį blasa viš falskur flįttskapurinn og eitruš spillingin um leiš og nįnar er rżnt ķ atferši žeirra og ęši. Kirkja krists er sumsé skinhelg, lķkt og hśn hefur veriš į öllum tķmum (hin sögulega vķdd); į yfirboršinu allt slétt og fellt, en undir nišri krauma hręsnin, yfirdrepsskapurinn og breyskleikinn ķ öllum pottum. Frekari stošum er rennt undir žessa tślkun kvęšisins meš hugvitssamlegri beitingu hins tvķręša oršs “kvaka“, sem žżšir ósköp einfaldlega “gefa frį sér hljóš” žegar notaš um fugla, en žegar um menn er aš ręša er merkingin allt önnur, ž.e. “blašra, tala hjįróma merkingarleysu”. Kvešandinn sér semsagt ķ gegnum sętmęlgi prestanna og įttar sig į, aš meiningarlausu blašrinu sem upp śr žeim vellur er ašeins ętlaš aš dylja hviklyndi žeirra, fallvaltleika og óstöšugleika ķ trśnni.

            Žį eru žaš sķšustu tvęr lķnurnar:

 

            Ég lęt sem ég sofi

              en samt mun ég vaka.”

 

            Žarna komum viš til leiks žegar sviptingarnar um hug og hjarta kvešandans eru um garš gengnar og nišurstašan liggur fyrir ķ öllum ljótleika sķnum og misfarnaši. Kvešandinn liggur ķ fleti sķnu um nótt og lętur sem hann sofi svefni hinna réttlįtu, en ķ reynd mun hann vaka til aš drżgja verk hinna óréttlįtu. Aš lokum hefur vampżran sigraš vorsöngvarann ķ orrustunni į sįlarvöllum kvešandans; illgresi vonsku og djöflažjónkunar hefur skotiš rótum ķ jaršvegi andans og śtrżmt ilmrósum góšmennsku og gušhręšslu.

            Inntak og bošskapur kvęšisins liggja žvķ fyrir. Žetta er ķ senn mįttug lżsing og heiftarleg fordęming į hręsni og dugleysi ķstöšulausra gušsžjóna, sem misferst aš beina skjólstęšingum sķnum innį hina mjóu braut dyggšanna, og lįta žį žar meš fyrirgera sįlum sķnum, er hverfa į vit hinna myrku krafta sem allar stundir sitja um hrekklausa sakleysingja og freista žess aš tęla žį til fylgilags viš kölska. Gervöll męšusaga kristinnar kirkju žannig dregin saman ķ žremur žaulslķpušum og meitlušum myndum. Aš lįnast aš koma svo grķšarumfangsmiklu efni til skila ķ einungis fjórum örknöppum lķnum, sem aš auki eru svo meinleysislega śtlķtandi aš menn hafa alla tķš mistślkaš kvęšiš sem einfalda og saklausa vögguvķsu – žetta mį aš sönnu kallast afrek sem seint veršur eftir leikiš.

            Jį, kęru lesendur. Dżrmįlmarnir eru strįšir vķšar en margur hyggur, og oft glepur kunnugleikinn okkur sżn į hina sönnu nįttśru gullmolana sem liggja ķ grjótlķki į hvers manns hillu. “Bķ, bķ og blaka” er eflaust ašeins eitt dęmi af mörgum hérašlśtandi. Žaš er einlęg von höfundar aš grein žessi verši haukfrįnum bókmenntaspekślöntum landsins hvatning og uppörvun til aš bora sig ķ gegnum marga įžekka klumpa, moka śt gullsįldrinu sem innan ķ leynist og strį žvķ yfir oss fįvķsa almśgamenn svo sįlarhirslur vorar megi aušgast og glitra fyrir vikiš. Bókmenntafręšingar: oršiš er ykkar!

           

           

           

 

           

           

 

           

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband