Burt með mannkynsrembuna!

Að við mennirnir séum herrar dýranna er nokkuð sem velflest fólk telur augljóst, og ekki þurfi að rökræða það frekar.

En sé þrýst á um rökstuðning fyrir ofangreindu viðhorfi þá nefna flestir eitthvað á borð við það, að við manneskjunar séum miklu þróaðri verur, með siðgæði og vitsmuni sem þekkjast ekki í dýraríkinu. Því sé allt í himnalagi við það að við skulum fara með dýrin eins og okkur myndi aldrei dreyma um að meðhöndla meðmannverur okkar - þ.e. með því að nýta þau eins og okkur hentar, hneppa þau í margvíslega ánauð, og í versta falli drepa þau til að uppfylla okkar eigin óskir. Hámarki nær þetta viðhorf í atferli skotveiðimanna, sem myrða dýr með köldu blóði einungis vegna sportsins, sakir eintómrar ánægju við að drepa.

En þegar kemur að mannríkinu, þá kveður allt í einu við gerólíkan tón. Þar er brýnt fyrir okkur sýknt og heilagt að allar manneskjur séu jafnar, sama hvernig þær eru að upplagi. Þannig má ég ekki gera mongólítann að þræli mínum og ennþá síður myrða hann, þótt hann sé vanþroskaðri mér andlega. Ástæðan? Jú, vegna þess að allir erum við menn, og mannslífið er heilagt án undanbragða.

Nú vona ég að lesendur hafi kveikt á þeirri peru að hér er um tvö algjörlega mótsagnakennd viðhorf að ræða. Við megum meðhöndla dýrin eins og okkur sýnist vegna þess að þau eru óæðri okkur andlega og siðferðilega - en á sama tíma megum við ekki fara með aðrar mannverur eins og okkur lystir, þótt þær séu óæðri okkur andlega og siðgæðislega.

Kaldhæðni og hræsni í senn, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband