28.8.2011 | 23:10
Orð að ofan
Ég lá uppí rúmi, að verða sturlaður af örvæntingu vegna alls þess mótlætis og allra þeirra þjáninga sem ég hef þurft að þola um ævina.
Og ég heyrði hljóða rödd innra með mér mæla þessi vísdómslegu huggunarorð:
"Þjáningar þínar verða ekki til einskis ef þú getur beislað reiðina og harminn sem þær valda þér, og beint orkunni, sem í tilfinningum þessum birtist, í farveg þrotlausrar viðleitni til að hjálpa því ótalmarga fólki sem þarf að þjást meira en þú munt nokkurn tíma þurfa að þjást."
"Mundu ennfremur að það er aragrúi og aragrúi mannvera í heiminum sem myndu óðar og uppvægar vilja skipta við þig um hlutskipti ef þess væri nokkur kostur."
Og við að heyra þessi spaklegu orð tók ofurlítið að birta til í mínum sálranni.
Athugasemdir
Sælir.
Þetta er góður boðskapur. Sama hvað við á Fróni höfum það slæmt, það eru margar milljónir sem hafa það töluvert verra og jafnvel fleiri sem hafa það enn verra.
Við höfum í raun ekkert yfir neinu að kvarta á þessari blessuðu eyju okkar í norðurhöfum...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 29.8.2011 kl. 01:16
Sæll Sigurjón og þökk fyrir kommentið.
Ég ætla ekki að gera lítið úr vandkvæðum allra þeirra Frónverja sem búa við kröpp kjör nú um mundir, en ég vil benda á að í öllu þessu tali um kreppu og hrun osfrv. þá megum við ekki missa sjónar á því að lífskjör hér á landi eru ennþá með því allra besta sem gerist í heiminum.
Við erum bara orðin svo góðu vön að við tökum því sem sjálfsögðum hlut!
Kveðja, Kári.
Swami Karunananda, 29.8.2011 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.