Smart er sexið

Hægt er að mæla andlegan þroska með ýmsum mælistikum, og ein þeirra er viðhorf okkar til kynlífs.

Andlega háþróuð mannvera lítur ekki lengur á kynlífið sem dýrslega ástríðu sprottna af okkar lægri og óhreinu og óæskilegu náttúru; nei, hún skoðar kynlífið sem fagnaðarríka helgiathöfn þar sem Gyðjan mikla (sköpunarkraftur Móður Jarðar) er blótuð.

Hvernig ætti það annars að vera að athöfn, sem er sjálfur lykillinn að því að viðhalda mannlegri tilvist á plánetunni, sé ljót og saurug og eitthvað sem fólk ætti að skammast sín fyrir og blygðast vegna?

Og svo í lokin er það annar punktur: hefði forsjónin gefið okkur leikföngin ef hún ætlaðist ekki til þess að við lékjum okkur með þau . . . ? Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband