Illt er hefð að hnika

Ég fer ekki dult með það að persónulega er mér ókleift að játa kristna trú.

Ástæðan er einfaldlega sú að mér þykir kristindómurinn að mörgu leyti vera of krúdur, kreddufastur og hjátrúarfullur, í það minnsta eins og hann er boðaður af nánast öllum kirkjum og söfnuðum þessarar jarðar. Og væri allt of langt mál að fara út í það atriði í þessari örstuttu bloggfærslu.

En þrátt fyrir þetta er eitt sem ég reyni að forðast í lengstu lög, og það er að ergja mig yfir því hve margt fólk annað leitar á náðir kristninnar.

Mannkynssagan sýnir að á öllum öldum sækir allur þorri trúhneigðs fólks í hver þau trúarbrögð sem ríkjandi eru í samfélagi þess og samtíð - og skiptir þá fjarskalitlu máli hvaða trúarbrögð það eru.

Þetta þýðir að ef t.d. vúdu-trú væri hin etableraða religjón Íslands í stað kristindóms þá myndu allir (eða amk. velflestir) þessir ágætu Frónverjar sem nú játa kristni efalítið vera á kafi í andsetningaritúölum, hænsnafórnum og öðru sem vúdú-trúnni tilheyrir, í stað þess að fletta í Biblíunni og biðja til Jesú.

Og við þetta er ekkert sérstakt að athuga - þetta er eðlilegt og óhjákvæmlegt, amk. meðan mannkynið er enn á því þroskastigi að langflestar manneskjur skortir bæði hæfileikann og viljann til að hugsa sjálfstætt og ´út fyrir rammann´, þ.e. út fyrir það sem helst tíðkast og mest ber á og hæst er hampað í þjóðfélagi þess og samtíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband