Andstęšur eru samstęšur

Allt žetta tal kristindómsins og flestra annarra meirihįttar trśarbragša um “sigur“ ljóssins yfir myrkrinu og lķfsins yfir daušanum, auk endalausra lķkinga žar sem sigur dags yfir nóttu og sumars yfir vetri tįknar sigur hins gušlega yfir hinu ógušlega - allt er žetta tómt žrugl ķ mķnum eyrum.

Žaš vęri allt eins hęgt aš tala um sigur hins kvenlega yfir hinu karllega, eša austurįttar yfir vesturįtt, eša hins hvķta yfir hinu svarta, eša hljóšsins yfir žögninni, eša hita yfir kulda (ellegar öfugt) - og ótal margt annaš mętti tilgreina.

Aldrei veršur of oft hamraš į žeirri stašreynd aš öll svokölluš “andstęšupör“ eru ķ raun samstęšir og jafngildir pólar eins og sama fyrirbęrisins - og geta alls ekki įn hvor annars veriš.

Ljós įn myrkurs eša myrkur įn ljóss, lķf įn dauša eša dauši įn lķfs, hiti įn kulda eša kuldi įn hita, dagur įn nętur eša nótt įn dags, hiš kvenlega įn hins karllega eša hiš karllega įn hins kvenlega osfrv. osfrv. - allt er žetta óhugsandi meš öllu.

Žessar lķnur skrifa ég vegna žess aš ég įlķt žaš hęttulega og heimskulega fanatķk aš įkveša sem svo aš annar póllinn ķ einhverju andstęšuparinu sé “góšur“ en hinn “illur“, og verja svo ómęldum tķma ķ aš efla hinn fyrrnefnda og berjast gegn hinum sķšarnefnda (eins og trśarbrögšin sérstaklega hafa svo oft gert sig sek um og gera enn).


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband