Hver er afstaða mín til trúarbragðanna?

Svarið við spurningunni í fyrirsögninni á bloggfærslu þessari er í sem allra stystu máli þessi:

Ég hreinlega get ekki búrað anda minn inn í fangelsi einhverra ákveðinna trúarbragða.

Allt mitt eðli æpir gegn því.

Ég hef prófað hið gagnstæða. Ég hef munstrað mig við trúarbrögðin í kollinum. Ég hef reynt að ímynda mér hvernig það væri að vera kristinn, eða að vera múslimi, eða að vera fylgismaður Hare Krishna - hreyfingarinnar, og ýmislegt fleira.

Og það er skemmst frá því að segja að ég hef hrokkið frá þessu öllu í huganum. Mér hefur fundist það vera regla að í ranni trúarbragðanna sé of lágt til lofts og of þröngt til veggja.

Mín einu trúarbrögð eru trúin á æðri mátt og hans óendanlega kærleika - semsagt: hinn eimaða kjarna allra trúarbragða, sem tilheyrir engum þeirra öðrum fremur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þú ert bara 'spiritual' frekar en 'religious', rétt eins og ég.

Ég tengi til dæmis mjög vel við það sem þessi fýr segir.

Þarfagreinir, 8.5.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Swami Karunananda

Já bróðir, það er að sönnu reginmunur á því að vera ´spiritual´ og að vera ´religious´. Það er ekki með öllu útilokað að þetta tvennt geti farið saman, en það er svo sannarlega engin trygging fyrir því (svo vægt sé til orða tekið).

Swami Karunananda, 9.5.2011 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband