Og sjá: vér boðum yður nýja trú . . .

.  . . og sú trú er að þér skuluð skapa yðar eigin trú!

Því það eru vitaskuld aðeins þrælslundaðir og hugmyndasnauðir sauðir sem aðhyllast trúarbrögð er annað fólk hefur stofnað.

Greint, sjálfstætt og andríkt fólk sníður sér auðvitað sín eigin trúarbrögð eftir sínum andlega vexti.

Og sem greindur, sjálfstæður og andríkur maður hef ég að sjálfsögðu kokkað upp mína eigin persónulegu religjón, sem ég kýs (af mikilli hugmyndaauðgi) að kalla ´Káradóm´.

Káradómur er bæði einfaldasta og dýpsta trú sem mannkyninu hefur verið opinberuð hingað til (minnug þess að í andlegum efnum haldast einfaldleiki og dýpt iðulega í hendur). Hann hefur aðeins þrjú postúlöt fram að færa: 1) Gvuð er til, 2) Gvuð er góður, 3) Takmark okkar mannanna er að verða góðir eins og Gvuð.

And that´s it! Engar ´helgibækur´, engin ritúöl, engar kreddur, engin ´Guðshús´, engin klerkastétt, ekkert trúboð, engir ´óskeikulir´ karlfauskar, engir ´frelsarar´ né aðrir meðalgangarar milli Guðs og manna, ekkert helvíti né eilíf glötun fyrir hina vantrúuðu - ekkert af hinum venjubundna fíflaskap trúarbragðanna.

Ekkert nema hinn tærasti og einfaldasti sannleikur.

En það besta við Káradóminn er að hann er (ólíkt svo sorglega mörgum andlegum stefnum á plánetunni) ekki í stríði við nein önnur trúarbrögð né spiritúalar óríentasjónir.

Um religjónirnar segir Káradómurinn: "the more, the merrier!" Þeim mun fleiri trúarbrögð sem til eru á jörðinni, þeim mun meiri líkur eru á að hver mannvera geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Og hið fremsta ídeal er að trúarbrögðin í heiminum verði jafn mörg og fólkið í veröldinni er margt  - þ.e. að hver manneskja verði það sem kalla mætti á engilsaxneskri tungu "a religion unto him/herself".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband