18.9.2010 | 19:44
Sama hvaðan gott kemur
Margt er það fólk í veröldu þessari sem telur að það sé rétt og próper að halda sig alla ævi við einhver ein tiltekin trúarbrögð (í nítíuogníu prósentum tilvika þau trúarbrögð sem það er alið upp við) og fúlsa við öllum öðrum.
Þessu vil ég svara á eftirfarandi leið:
Að einskorða sig við einhver ein trúarbrögð er eins og að einskorða sig við að lesa bækur eftir höfunda frá einhverju einu landi - semsagt: algjörlega vilkvæmt (arbítrert).
Nú er fólki vitanlega frjálst að einskorða sig við t.d. kristna trú, rétt eins og mér er frjálst að einskorða mig við að lesa rit eftir t.d. þýska höfunda. En að alhæfa út frá því og segja kristindóminn vera einu réttu religjónina er nákvæmlega jafn tilhæfulaust og bjánalegt eins og ef ég myndi segja að bækur eftir þýska höfunda væru einu réttu bókmenntirnar.
Mitt viðhorf í þessum efnum er því það að ég sé enga skynsamlega ástæðu til að einfella mig við nokkur ein trúarbrögð, engu fremur en að einfella mig við bækur frá neinu einu landi. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að setja slíka spennitreyju á hugann?
Ég áskil mér rétt til að nýta mér allt sem nýtilegt er úr hinum ýmsu trúarbrögðum heimsins, rétt eins og ég áskil mér leyfi til að lesa öll þau ritverk sem mér sýnist.
Því það er nákvæmlega sama hvaðan gott kemur - og það á við um bækur og trúarbrögð og allt annað í heimi hér.
Athugasemdir
Ég kann afar vel að meta færslurnar þínar Kári. Takk fyrir að deila hugleiðingum þínum með öðrum. Bestu kveðjur! Greta.
Greta (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.