17.7.2010 | 21:21
Ímyndaðar samræður við sanntrúaða kristna manneskju
Sanntrúuð kristin manneskja: "Trúir þú á Jesú?"
Ég: "Nei, það geri ég ekki. Ég trúi á þráðbeint og milliliðalaust samband manneskjunnar við Guð, og sé enga skynsamlega ástæðu til að vera að troða nokkru eða nokkrum þar inn í milli, hvort sem það er Jesús eða eitthvað annað."
Skm: "En þú skilur ekki: þú ert fæddur með syndugt eðli og verður að taka á móti Jesú til að fá fyrirgefningu syndanna."
Ég: "Ég fellst engan veginn á það að ég sé fæddur með syndugt eðli. Ég trúi því að ég sé fæddur með guðdómlegt eðli, og að það sé sama hvaða glappaskot ég er að gera á jörðinni: ekkert geti til lengdar skyggt á mína sönnu guðlegu náttúru. Hún kemur í ljós, jafn örugglega og óhjákvæmilega eins og fiðrildið skríður úr púpunni."
Skm: "Þú ferð til helvítis fyrir að trúa þessu!"
Ég: "Ef Guð er þannig að hann dæmir fólk til ævarandi vistar í víti fyrir það eitt að trúa ekki réttu hlutunum, þá er nú djöfullinn skárri en Guð! Segi ekki annað!"
(Sanntrúaða kristna manneskjan strunsar burt í fússi, sármóðguð yfir guðlastinu. Og er þá samræðunum sjálfhætt).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.